Erlent

Handtekin fyrir að ógna öryggi Írans

Bandarísk menntakona sem var handtekinn í Tehran í Íran í síðustu viku sætir rannsókn vegna gruns um að hafa brotið gegn öryggi þjóðarinnar, sagði talsmaður dómsmálaráðuneytisins í Íran í morgun. Haleh Esfandiari, stjórnandi Mið-Austurlandadeildar Woodrow Wilson stofnunarinnar, var handtekin 8. maí og farið var með hana í fangelsi.

„Hún er nú í varðhaldi upplýsingaráðuneytis Írans," sagði talsmaður dómsmálaráðuneytisins, Ali Reza Jamshidi. „Rannsókn vegna brota hennar gegn öryggi þjóðarinnar er í fullum gangi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×