Kanna hvort Svalbarði nýtist olíuiðnaði Kristján Már Unnarsson skrifar 11. desember 2012 08:15 Norska ríkisstjórnin hefur falið Olíustofnun Noregs að leggja mat á hvort Svalbarði geti nýst olíuiðnaði. Það er í tengslum við hugsanlega umsókn um að Svalbarði fari á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem Olíustofnunin er beðin um að kanna hvaða áhrif slík staða eyjanna hefði á mögulega nýtingu þeirra sem bækistöðvar eða flutningamiðstöðvar, ef norðurhluti Barentshafs yrði opnaður til olíuleitar. Þetta hefur Teknisk Ukeblad eftir blaðafulltrúa Olíustofnunar Noregs. Pólitískur ráðgjafi olíu- og orkumálaráðherra Noregs staðfestir að undirbúningur sé hafinn að því að tilnefna hluta af Svalbarða á heimsminjaskrá UNESCO. Í þeirri vinnu sé eðlilegt að kanna hvort Svalbarði geti nýst í tengslum við olíuiðnað í Barentshafi, til dæmis sem þjónustumiðstöð. Nýjar áætlanir um náttúruverndarsvæði á Austur-Svalbarða hafa verið sendar út til umsagnar og í norskum fjölmiðlum koma fram áhyggjur um að möguleikar til atvinnustarfsemi verði þrengdir enn frekar. Haft er eftir Johan Petter Barlindhaug, prófessor við Norðurslóðasetrið í Bodø og stjórnarformanni North Energy, olíufélags Norður-Noregs, að friðlýsing hafsvæðanna austan Svalbarða stríddi gegn mikilvægum landfræðilegum og efnahagslegum hagsmunum Noregs. Svalbarði er þegar orðinn mikilvæg þjónustumiðstöð málmleitar á Norður-Grænlandi. Námafyrirtæki nýta flugvöllinn við Longyearbyen til að flytja starfsmenn og vistir til Citronen-fjarðar á Peary-landi, en þar er verið að undirbúa zink-vinnslu. Þá gæti Svalbarði hugsanlega einnig nýst sem þjónustumiðstöð vegna olíuleitar við Austur-Grænland og þannig keppt við Ísland um slíkt hlutverk. Bæði Norðmenn og Rússar starfrækja enn kolanámur á Svalbarða en þar hafa margar þjóðir komið að kolavinnslu í meira en öld. Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Norska ríkisstjórnin hefur falið Olíustofnun Noregs að leggja mat á hvort Svalbarði geti nýst olíuiðnaði. Það er í tengslum við hugsanlega umsókn um að Svalbarði fari á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem Olíustofnunin er beðin um að kanna hvaða áhrif slík staða eyjanna hefði á mögulega nýtingu þeirra sem bækistöðvar eða flutningamiðstöðvar, ef norðurhluti Barentshafs yrði opnaður til olíuleitar. Þetta hefur Teknisk Ukeblad eftir blaðafulltrúa Olíustofnunar Noregs. Pólitískur ráðgjafi olíu- og orkumálaráðherra Noregs staðfestir að undirbúningur sé hafinn að því að tilnefna hluta af Svalbarða á heimsminjaskrá UNESCO. Í þeirri vinnu sé eðlilegt að kanna hvort Svalbarði geti nýst í tengslum við olíuiðnað í Barentshafi, til dæmis sem þjónustumiðstöð. Nýjar áætlanir um náttúruverndarsvæði á Austur-Svalbarða hafa verið sendar út til umsagnar og í norskum fjölmiðlum koma fram áhyggjur um að möguleikar til atvinnustarfsemi verði þrengdir enn frekar. Haft er eftir Johan Petter Barlindhaug, prófessor við Norðurslóðasetrið í Bodø og stjórnarformanni North Energy, olíufélags Norður-Noregs, að friðlýsing hafsvæðanna austan Svalbarða stríddi gegn mikilvægum landfræðilegum og efnahagslegum hagsmunum Noregs. Svalbarði er þegar orðinn mikilvæg þjónustumiðstöð málmleitar á Norður-Grænlandi. Námafyrirtæki nýta flugvöllinn við Longyearbyen til að flytja starfsmenn og vistir til Citronen-fjarðar á Peary-landi, en þar er verið að undirbúa zink-vinnslu. Þá gæti Svalbarði hugsanlega einnig nýst sem þjónustumiðstöð vegna olíuleitar við Austur-Grænland og þannig keppt við Ísland um slíkt hlutverk. Bæði Norðmenn og Rússar starfrækja enn kolanámur á Svalbarða en þar hafa margar þjóðir komið að kolavinnslu í meira en öld.
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira