Íranar byrjaðir að framleiða úran í miklu magni Jónas Haraldsson skrifar 15. maí 2007 10:51 Mohamed ElBaradei, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. MYND/AP Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar hafa komist að því að Íranar virðast hafa leyst helstu tæknileg vandamál sín og séu byrjaðir að auðga úran í mun meira magni en áður var haldið. Niðurstöður eftirlitsmannanna gætu sett strik í reikning stjórnarerindreka í Evrópu og Bandaríkjunum, sem hafa hingað til reynt að þvinga Írana til þess að hætta auðgun úrans til þess að koma í veg fyrir þeir að geti framleitt kjarnorkuvopn. Í skoðunarferð eftirlitsmannanna kom í ljós að Íranar hafa hafið vinnslu á úrangasi í 1.300 skilvindum og að úranið sem kæmi úr þeim væri nógu gott til þess að nota sem eldsneyti í kjarnorkuver. Hingað til var haldið að Íranar réðu ekki við að láta skilvindurnar snúast á þeim ógnarhraða sem þarf til þess að úranið verði nógu hreint svo hægt sé að nota það frekar. Nú virðist sem að þeim hafi tekist að komast yfir þessa þröskulda. „Við höldum að þeir hafi nú kunnáttuna sem er nauðsynleg til þess að auðga úran." sagði Mohamed ElBaradei, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. Fyrir fjórum árum lenti hann í orðaskaki við stjórn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, þegar hann sagði engin sönnunargögn um að Írak hefði hafið kjarnorkuframleiðslu á ný. „Héðan í frá er þetta einfaldlega spurning fyrir Írana um að fullkomna þá þekkingu sem þeir búa nú þegar yfir. Fólk á ekki eftir að kunna við að heyra það en þetta er staðreynd engu að síður." Óvíst er hvort að Íran geti byggt ofan á árangur sinn. Algengt er að eitthvað komi upp á í svona starfi og að byrja þurfi upp á nýtt. Skemmdarverk eru líka inni í myndinni og talið er að Bandaríkjamenn hafi áður reynt að beita slíkum aðferðum gegn kjarnorkuáætlun Írana. Úranið sem Íranar búa yfir núna er þó ekki nógu gott til þess að nota í sprengjur. Til þess að ná því fram þyrftu þeir að vinna það enn frekar. Þá er ekki talið að þeir hafi þá kunnáttu sem þarf til þess að framleiða kjarnaodda. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að beita efnahagsþvingunum til þess að reyna að fá Írana að hætta auðgun úrans. Rússar og nokkur Evrópulönd hafa samt dregið skynsemi þess í efa. Rökin fyrir þvingunum eru sú að ef Íranar hætta augun úrans kemur það í veg fyrir eða seinkar því að þeir öðlist kunnáttuna til þess að búa til sitt eigið kjarnorkueldsneyti. Stjórn Bush hefur tekið undir þetta og neitar að ræða við Írana svo lengi sem þeir halda áfram að auðga úran. Búist er við því að þriðja umferð refsiaðgerða hefjist á næstunni ef að Íranar hætta ekki auðgun úrans bráðlega. ElBaradei hefur þó alltaf haft horn í síðu þeirrar stefnu. Hann hefur lengi sagt að hann telji að Íranar eigi aldrei eftir að hætta að auðga úran og því verði að finna aðra leið til þess að koma í veg fyrir að deilan komist á alvarlegt stig. Íranar gætu, samkvæmt útreikningum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, notað það úran sem þeir búa yfir núna í kjarorkuver. Það er um 5% hreint. Til þess að framleiða kjarorkuvopn þarf úranið að vera 90% og ef það á að nást þurfa þeir að vera með skilvindurnar í gangi í um það bil fjóra til fimm mánuði. Þá gætu Íranar hent eftirlitsmönnunum úr landi og hafið framleiðslu á kjarnavopnum. Suma embættismenn í Bandaríkjunum sem og hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni grunar að Íranar stefni einfaldlega að því svo að þeir geti hótað því að búa til kjarnorkusprengju, án þess þó að eiga nokkra. Aðrir vilja einfaldlega sprenjga rannsóknarstöðvar Írana til þess að koma í veg fyrir áætlanir Írana. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sagði eftir ferðalag sitt um Mið-Austurlönd að svo virtist sem Íran væri staðráðið í að geta framleitt nóg úran til þess að búa til kjarnorkuvopn. En hann hótaði engu og sagði aðeins að Íran ætti að fara eftir ályktunum Sameinuðu þjóðanna. New York Times skýrir frá þessu á vefsíðu sinni í dag. Erlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar hafa komist að því að Íranar virðast hafa leyst helstu tæknileg vandamál sín og séu byrjaðir að auðga úran í mun meira magni en áður var haldið. Niðurstöður eftirlitsmannanna gætu sett strik í reikning stjórnarerindreka í Evrópu og Bandaríkjunum, sem hafa hingað til reynt að þvinga Írana til þess að hætta auðgun úrans til þess að koma í veg fyrir þeir að geti framleitt kjarnorkuvopn. Í skoðunarferð eftirlitsmannanna kom í ljós að Íranar hafa hafið vinnslu á úrangasi í 1.300 skilvindum og að úranið sem kæmi úr þeim væri nógu gott til þess að nota sem eldsneyti í kjarnorkuver. Hingað til var haldið að Íranar réðu ekki við að láta skilvindurnar snúast á þeim ógnarhraða sem þarf til þess að úranið verði nógu hreint svo hægt sé að nota það frekar. Nú virðist sem að þeim hafi tekist að komast yfir þessa þröskulda. „Við höldum að þeir hafi nú kunnáttuna sem er nauðsynleg til þess að auðga úran." sagði Mohamed ElBaradei, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. Fyrir fjórum árum lenti hann í orðaskaki við stjórn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, þegar hann sagði engin sönnunargögn um að Írak hefði hafið kjarnorkuframleiðslu á ný. „Héðan í frá er þetta einfaldlega spurning fyrir Írana um að fullkomna þá þekkingu sem þeir búa nú þegar yfir. Fólk á ekki eftir að kunna við að heyra það en þetta er staðreynd engu að síður." Óvíst er hvort að Íran geti byggt ofan á árangur sinn. Algengt er að eitthvað komi upp á í svona starfi og að byrja þurfi upp á nýtt. Skemmdarverk eru líka inni í myndinni og talið er að Bandaríkjamenn hafi áður reynt að beita slíkum aðferðum gegn kjarnorkuáætlun Írana. Úranið sem Íranar búa yfir núna er þó ekki nógu gott til þess að nota í sprengjur. Til þess að ná því fram þyrftu þeir að vinna það enn frekar. Þá er ekki talið að þeir hafi þá kunnáttu sem þarf til þess að framleiða kjarnaodda. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að beita efnahagsþvingunum til þess að reyna að fá Írana að hætta auðgun úrans. Rússar og nokkur Evrópulönd hafa samt dregið skynsemi þess í efa. Rökin fyrir þvingunum eru sú að ef Íranar hætta augun úrans kemur það í veg fyrir eða seinkar því að þeir öðlist kunnáttuna til þess að búa til sitt eigið kjarnorkueldsneyti. Stjórn Bush hefur tekið undir þetta og neitar að ræða við Írana svo lengi sem þeir halda áfram að auðga úran. Búist er við því að þriðja umferð refsiaðgerða hefjist á næstunni ef að Íranar hætta ekki auðgun úrans bráðlega. ElBaradei hefur þó alltaf haft horn í síðu þeirrar stefnu. Hann hefur lengi sagt að hann telji að Íranar eigi aldrei eftir að hætta að auðga úran og því verði að finna aðra leið til þess að koma í veg fyrir að deilan komist á alvarlegt stig. Íranar gætu, samkvæmt útreikningum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, notað það úran sem þeir búa yfir núna í kjarorkuver. Það er um 5% hreint. Til þess að framleiða kjarorkuvopn þarf úranið að vera 90% og ef það á að nást þurfa þeir að vera með skilvindurnar í gangi í um það bil fjóra til fimm mánuði. Þá gætu Íranar hent eftirlitsmönnunum úr landi og hafið framleiðslu á kjarnavopnum. Suma embættismenn í Bandaríkjunum sem og hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni grunar að Íranar stefni einfaldlega að því svo að þeir geti hótað því að búa til kjarnorkusprengju, án þess þó að eiga nokkra. Aðrir vilja einfaldlega sprenjga rannsóknarstöðvar Írana til þess að koma í veg fyrir áætlanir Írana. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sagði eftir ferðalag sitt um Mið-Austurlönd að svo virtist sem Íran væri staðráðið í að geta framleitt nóg úran til þess að búa til kjarnorkuvopn. En hann hótaði engu og sagði aðeins að Íran ætti að fara eftir ályktunum Sameinuðu þjóðanna. New York Times skýrir frá þessu á vefsíðu sinni í dag.
Erlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira