Siggi Stormur boðar „mjög gott“ veður í sumar Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. apríl 2020 16:59 Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi Stormur var landsþekktur veðurfréttamaður á árum áður. Hann er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði í dag. Veðrið í sumar verður með fínasta móti, jafnvel í líkingu við veðrið í fyrrasumar ef marka má Sigurð Þ. Ragnarsson, Sigga Storm. Hann segir horfur á að sumarið verði „mjög gott“ enda líti veðurfarsgögnin betur út en oft áður. Hann segist hafa grúskað í umræddum gögnum undanfarin fimmtán ár og sé því farinn að þekkja þau og treysta þeim vel. Til að mynda hafi gögnin gefið til kynna að sumarið í fyrra yrði þurrt og hlýtt sem hafi síðan orðið raunin, þvert á aðrar langtímaspár sem birtust í aðdraganda sumars. Sigurður segir útlit fyrir að sumarið í ár muni fara hægt af stað, maímánuður verið ágætur en kannski ekki eins hlýr og fólk hefði óskað. Veðrið verði þó stöðugt betra eftir því sem líður á og gerir Sigurður ráð fyrir að það verði einna best í júlí og ágúst. Einna best fyrir norðan en suðvesturhornið fínt líka Þrýstifarið verði þannig svipað og í fyrrasumar, viðloðandi hæðakerfi fyrir sunnan land „þó auðvitað komi lægð og lægð,“ segir Sigurður. Það verði því ekki hjá einhverri rigningu komist en heilt yfir verði sumarið bjart, þurrt og hlýtt. Veðrið verði einna best á norðausturhorninu og Austurlandi. Það þýði þó ekki að höfuðborgarsvæðið verið skilið eftir útundan, þar verði þurrara en í meðalári en hitinn í kringum meðaltal. Þó sé hætt á skúrum á annesjum. Sigurður segist því ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn fyrir næsta sumar, þó svo að sumar og vetur frjósi líklega ekki saman í nótt eins og þjóðtrúin segir til um. Hann ætli að leyfa sér að túlka gögnin á þá leið að veðrið í sumar verði í svipað og í fyrra. Það hafi að minnsta kosti lyfst á honum brúnin þegar hann lagðist yfir gögnin á dögunum, enda verður gott veður kærkomið í yfirstandandi kórónuveiruhremmingum. Spjall Sigurðar Þ. Ragnarssonar við Reykjavík síðdegis má heyra hér að neðan. Veður Reykjavík síðdegis Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Veðrið í sumar verður með fínasta móti, jafnvel í líkingu við veðrið í fyrrasumar ef marka má Sigurð Þ. Ragnarsson, Sigga Storm. Hann segir horfur á að sumarið verði „mjög gott“ enda líti veðurfarsgögnin betur út en oft áður. Hann segist hafa grúskað í umræddum gögnum undanfarin fimmtán ár og sé því farinn að þekkja þau og treysta þeim vel. Til að mynda hafi gögnin gefið til kynna að sumarið í fyrra yrði þurrt og hlýtt sem hafi síðan orðið raunin, þvert á aðrar langtímaspár sem birtust í aðdraganda sumars. Sigurður segir útlit fyrir að sumarið í ár muni fara hægt af stað, maímánuður verið ágætur en kannski ekki eins hlýr og fólk hefði óskað. Veðrið verði þó stöðugt betra eftir því sem líður á og gerir Sigurður ráð fyrir að það verði einna best í júlí og ágúst. Einna best fyrir norðan en suðvesturhornið fínt líka Þrýstifarið verði þannig svipað og í fyrrasumar, viðloðandi hæðakerfi fyrir sunnan land „þó auðvitað komi lægð og lægð,“ segir Sigurður. Það verði því ekki hjá einhverri rigningu komist en heilt yfir verði sumarið bjart, þurrt og hlýtt. Veðrið verði einna best á norðausturhorninu og Austurlandi. Það þýði þó ekki að höfuðborgarsvæðið verið skilið eftir útundan, þar verði þurrara en í meðalári en hitinn í kringum meðaltal. Þó sé hætt á skúrum á annesjum. Sigurður segist því ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn fyrir næsta sumar, þó svo að sumar og vetur frjósi líklega ekki saman í nótt eins og þjóðtrúin segir til um. Hann ætli að leyfa sér að túlka gögnin á þá leið að veðrið í sumar verði í svipað og í fyrra. Það hafi að minnsta kosti lyfst á honum brúnin þegar hann lagðist yfir gögnin á dögunum, enda verður gott veður kærkomið í yfirstandandi kórónuveiruhremmingum. Spjall Sigurðar Þ. Ragnarssonar við Reykjavík síðdegis má heyra hér að neðan.
Veður Reykjavík síðdegis Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira