Áhyggjur vegna verkfalls í flugstöðinni Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. maí 2015 23:20 Um það bil fimm hundruð starfsmenn leggja niður störf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um mánaðamótin ef ekki semst fyrir þann tíma. Um þrjátíu yfirmenn hafa heimild til að ganga í þeirra störf og ljóst að flugumferð mun því að mestu lamast. Hvorki Icelandair né Flugfélagið WOW hafa gripið til neinna ráðstafanna vegna yfirvofandi verkfalls í flugstöðinni. Farþegar hringja mikið í félagið og eru áhyggjufullir en Guðjón Arngrímsson, talsmaður Flugleiða, segir að vonast sé til þess að deilan leysist áður en til verkfalls kemur.Fólk kemst ekki leiðar sinnarKristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segist ekki eiga von á öðru miðað við hægaganginn í samningaviðræðunum en að til verkfallsins um mánaðarmótin komi. Nær allir sem komi að afgreiðslu flugvéla og innritun farþega, auk starfsmanna á söluskrifstofu, fara í verkfall. „Síminn stoppar ekki, eða tölvupósturinn,“ segir Kristján. „Fólk vill fá upplýsingar um það hvað þetta þýði. Það verður röskun á fluginu og það hefur þær afleiðingar að fólk kemst ekki leiðar sinnar. Það er alveg ljóst.“Farþegum fjölgar en launin standa í staðKristján minnir á að síðar, eða 4. og 5. júní, kemur til verkfalls þeirra sem afgreiða eldsneyti á flugvélarnar. „Síðast þegar ég vissi var það óheppilegt að vera á bensínlausum flugvélum í loftinu.“ Kristján segir að fólk sé bálreitt og það sýni gríðarleg þátttaka í atkvæðagreiðslu um verkfall. Þrefalt fleiri en venjulega greiddu atkvæði og 97 prósent samþykktu verkfall. „Það er alveg sjóðandi hiti.“ „Þetta er það sem við verðum að gera,“ segir Berglind Sunna Bragadóttir, trúnaðarmaður hjá IGS. „Fólkið okkar er orðið langþreytt á því að álagið aukist með hverju árinu sem líður. Fleiri flugfélög vilja fljúga hingað, farþegafjöldinn margfaldast með hverju ári en launin okkar standa í stað.“ Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Um það bil fimm hundruð starfsmenn leggja niður störf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um mánaðamótin ef ekki semst fyrir þann tíma. Um þrjátíu yfirmenn hafa heimild til að ganga í þeirra störf og ljóst að flugumferð mun því að mestu lamast. Hvorki Icelandair né Flugfélagið WOW hafa gripið til neinna ráðstafanna vegna yfirvofandi verkfalls í flugstöðinni. Farþegar hringja mikið í félagið og eru áhyggjufullir en Guðjón Arngrímsson, talsmaður Flugleiða, segir að vonast sé til þess að deilan leysist áður en til verkfalls kemur.Fólk kemst ekki leiðar sinnarKristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segist ekki eiga von á öðru miðað við hægaganginn í samningaviðræðunum en að til verkfallsins um mánaðarmótin komi. Nær allir sem komi að afgreiðslu flugvéla og innritun farþega, auk starfsmanna á söluskrifstofu, fara í verkfall. „Síminn stoppar ekki, eða tölvupósturinn,“ segir Kristján. „Fólk vill fá upplýsingar um það hvað þetta þýði. Það verður röskun á fluginu og það hefur þær afleiðingar að fólk kemst ekki leiðar sinnar. Það er alveg ljóst.“Farþegum fjölgar en launin standa í staðKristján minnir á að síðar, eða 4. og 5. júní, kemur til verkfalls þeirra sem afgreiða eldsneyti á flugvélarnar. „Síðast þegar ég vissi var það óheppilegt að vera á bensínlausum flugvélum í loftinu.“ Kristján segir að fólk sé bálreitt og það sýni gríðarleg þátttaka í atkvæðagreiðslu um verkfall. Þrefalt fleiri en venjulega greiddu atkvæði og 97 prósent samþykktu verkfall. „Það er alveg sjóðandi hiti.“ „Þetta er það sem við verðum að gera,“ segir Berglind Sunna Bragadóttir, trúnaðarmaður hjá IGS. „Fólkið okkar er orðið langþreytt á því að álagið aukist með hverju árinu sem líður. Fleiri flugfélög vilja fljúga hingað, farþegafjöldinn margfaldast með hverju ári en launin okkar standa í stað.“
Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira