Erlent

Yfir sextíu handteknir í Kristjaníu

Átök lögreglu og mótmælenda í fríríkinu Kristjaníu héldu áfram í nótt og í morgun og þegar yfir lauk hafði lögregla handtekið á sjötta tug manna. Mótmælin hófust í gærmorgun þegar yfirvöld hófu niðurrif húss sem kallaðist Vindlakassinn. Hundruð manna reyndu að stöðva framkvæmdirnar, meðal annars með því að kveikja í ruslatunnum og jafnvel bílum. Lögregla beitti táragasi á móti og lamdi á nokkrum mótmælendanna með kylfum. Danska hægristjórnin vill láta loka fríríkinu í núverandi mynd og reisa þar ný hús í hefðbundnari stíl. Við það hafa íbúar Kristjaníu hins vegar ekki viljað sætta sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×