Spólgröðu krakkarnir standa nú á tvítugu guðrún ansnes skrifar 21. maí 2015 13:00 Leo Fitzpatrick lék aðalhlutverkið, Telly. Hann hafur helst sést á sjónvarpsskjáum síðan, svo sem í einum eða tveimur þáttum af Law and Order, Sons of Anarchy og My Name Is Earl. Nú eru tuttugu ár síðan hin umdeilda kvikmynd Kids, eftir Larry Clark, kom út og var fyrst sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1995. Má með sanni segja að hér sé um að ræða kvikmynd sem olli fjaðrafoki, enda nokkuð viðkvæmt viðfangsefni, spólgraðir krakkar að fóta sig í ruglaðri tilverunni á tímum uppsveiflu kynsjúkdóma á tíunda áratug síðustu aldar. Á meðan einhverjir fögnuðu myndinni, líkt og kvikmyndagagnrýnandi The New York Times, Janet Maslin, sem sagði hana þarfa áminningu um breytt landslag æskunnar í nútíma heimi, sögðu aðrir að hér væri ekki um annað að ræða en einhvers konar barnaklám.Kvikmyndin KidsMyndin er tekin upp með þeim hætti að áhorfanda líður eins og um sé að ræða heimildarmynd. Tilgangur myndarinnar var einmitt að vekja tilfinningu áhorfanda fyrir raunveruleika æskunnar og virðist það aldeilis hafa tekist. Clark upplýsti nýlega að hvert einasta atriði í myndinni hefði verið skrifað og þaulskipulagt þrátt fyrir að virðast spuni frá upphafi til enda, fyrir utan eitt. „Þetta er atriðið þegar nokkrir hjólabrettastrákar sitja saman í sófanum og eru að spjalla. Ég sagði þeim hvað þeir ættu að tala um, og þeir gerðu það. Þetta er mögulega eitt besta atriðið í myndinni, algjörlega magnað,“ sagði Clark í viðtali í tilefni tvítugsafmælisins. Þótt liðin séu tuttugu ár síðan myndin leit dagsins ljós, þykir hún fyllilega eiga jafn vel við í dag, enda æskan væntanlega jafn völt nú og þá. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Nú eru tuttugu ár síðan hin umdeilda kvikmynd Kids, eftir Larry Clark, kom út og var fyrst sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1995. Má með sanni segja að hér sé um að ræða kvikmynd sem olli fjaðrafoki, enda nokkuð viðkvæmt viðfangsefni, spólgraðir krakkar að fóta sig í ruglaðri tilverunni á tímum uppsveiflu kynsjúkdóma á tíunda áratug síðustu aldar. Á meðan einhverjir fögnuðu myndinni, líkt og kvikmyndagagnrýnandi The New York Times, Janet Maslin, sem sagði hana þarfa áminningu um breytt landslag æskunnar í nútíma heimi, sögðu aðrir að hér væri ekki um annað að ræða en einhvers konar barnaklám.Kvikmyndin KidsMyndin er tekin upp með þeim hætti að áhorfanda líður eins og um sé að ræða heimildarmynd. Tilgangur myndarinnar var einmitt að vekja tilfinningu áhorfanda fyrir raunveruleika æskunnar og virðist það aldeilis hafa tekist. Clark upplýsti nýlega að hvert einasta atriði í myndinni hefði verið skrifað og þaulskipulagt þrátt fyrir að virðast spuni frá upphafi til enda, fyrir utan eitt. „Þetta er atriðið þegar nokkrir hjólabrettastrákar sitja saman í sófanum og eru að spjalla. Ég sagði þeim hvað þeir ættu að tala um, og þeir gerðu það. Þetta er mögulega eitt besta atriðið í myndinni, algjörlega magnað,“ sagði Clark í viðtali í tilefni tvítugsafmælisins. Þótt liðin séu tuttugu ár síðan myndin leit dagsins ljós, þykir hún fyllilega eiga jafn vel við í dag, enda æskan væntanlega jafn völt nú og þá.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið