Lífið

Jólaslys Friðriks

Friðrik Ómar.
Friðrik Ómar.
Að undirbúa jólin getur reynst hættulegt í sumum tilfellum eins og söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson fékk að reyna á dögunum. Í tilraun sinni til að koma heimilinu í jólagírinn lenti hann í því leiðinlega atviki að missa eina jólakúluna í gólfið með þeim afleiðingum að hún brotnaði. Þar með er þó ekki öll óheppnin upp talin því flís úr kúlunni stakkst upp í hælinn á honum þegar hann steig óvart á eitt brotið. Eftir árangurslausar tilraunir til að ná flísinni úr sjálfur þurfti hann að haltra á Læknavaktina þar sem hlúð var að honum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.