Lífið

Paris á leið í fangelsi?

Paris Hilton hress og kát við stýrið. Hún er eflaust ekki eins ánægð þessa dagana þar sem hún keyrir líklega ekki um sjálf lengur.
Paris Hilton hress og kát við stýrið. Hún er eflaust ekki eins ánægð þessa dagana þar sem hún keyrir líklega ekki um sjálf lengur. MYND/Getty Images

Saksóknarar í L.A. hafa beðið dómara þar í borg um að taka mál Parisar Hilton aftur upp en hún hafði áður verið dæmd fyrir að keyra undir áhrifum. Endurupptaka málsins gæti leitt til þess að Paris gæti þurft að dveljast einhvern tíma í fangelsi.

Réttað verður í málinu þann 17. apríl næstkomandi en þá munu saksóknarar halda því fram að Paris hafi rofið skilorð með því að hafa ekið með ógilt ökuskírteini.

Hótelerfinginn var dæmd til þriggja ára skilorðsbundins dóms í janúar eftir að hafa ákveðið véfengja það ekki að hún hefði ekið undir áhrifum. Jafngildir það því að hún hafi játað á sig brotið.

Fimm vikum síðar var Paris stoppuð í Hollywood fyrir að vera ekki með ljós á bílnum og var Bentley bifreið hennar gerð upptæk í kjölfarið sem og ökuskírteini hennar. Méð því rauf hún skilorð og munu saksóknarar því reyna að fá réttlætinu framfyglt þegar réttarhöldin ganga í garð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.