Innlent

Menntaskólinn í Reykjavík sigraði í Gettu betur

Menntaskólinn í Reykjavík bar í kvöld sigur af Menntaskólanum í Kópavogi í æsispennandi lokaviðureign Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Jafnt var á nær öllum tölum en undir lokin náði Menntaskólinn í Kópavogi að síga fram úr. Þegar ein spurning var eftir var þriggja stiga munur á liðunum, MK í vil. Síðasta spurningin gaf þrjú stig og eftir að MK hafði svarað henni rangt svaraði MR henni rétt og tryggði sér þannig bráðabana.

Í bráðabananum voru þrjár spurningar og sigraði það lið sem flest stig var með eftir þær. MR-ingar svöruðu fyrstu tveimur spurningum rétt og tryggðu sér því Hljóðnemann, verðlaunagrip keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×