Innlent

1200 hafa þegar kosið

Um tólfhundruð manns hafa þegar kosið í Hafnarfirði um stækkun álvers. Búist er við mikilli kosningaþátttöku á kjörstaði á morgun. Kosningabaráttan hefur verið hörð og má segja að hún hafi náð ákveðnu hámarki í dag þegar hópur grunnskólanema safnaðist saman í verslunarmiðstöðinni Firðinum til að mótmæla stækkuninni.

Spennuástand ríkir nú á Hafnarfirði nú um 15 tímum áður er kjörstaðir opna á morgun. Í verslunarmiðstöðinni Firðinum setti kosningarbaráttan svip sinn á umhverfið og menn tókust á um málefnið. Og það er ekki bara fullorðna fólkið sem hefur skoðun á stækkun álversins.

Mörgum þykir kosningabaráttan hafa farið úr böndunum en hámrki náði hún um þrjú leitið í dag þegar efstu bekkingar grunnskóla bæjarins þrömmuðu um verslunarmiðstöðina. Lögregla var kölluð á staðinn en að hennar sögn þurfti hún ekkert að aðhafast enda ungmennin friðsamleg.

Um 12 hundruð manns hafa þegar kosið utankjörfundar sem er tæplega 10 prósent bæjarbúa. Kjörstaðir opna klukka 10 í fyrramálið og eru opnir til klukkan nítján annað kvöld. Búist er við því að kosningarnar verði tvísýnar en fyrstu tölur verða væntanlega birtar rétt eftir að kjörstöðum lokar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×