Erlent

Kasparov stýrir mótmælafundum

Óli Tynes skrifar
Garry Kasparov
Garry Kasparov

Skákmeistarinn Garry Kasparov ætlar að efna til mótmælafunda í helstu borgum Rússlands í næsta mánuði, þrátt fyrir að lögreglan hafi ráðist með kylfum á þrjá síðustu fundi. Kasparov er leiðtogi samtakanna Hitt Rússland. Mótmælafundirnir verða í Moskvu og Sankti Pétursborg, um miðjan næsta mánuð.

Stjórnvöld í Rússlandi taka mótmælafundum illa. Kasparov segir að mótmælabylgja sé að rísa um allt land gegn ríkisstjórn Putins. Putin nýtur hinsvegar talsverðrar hylli eftir sjö ára hagvöxt og sæmilegan pólitískan stöðugleika. Vinsældir hans og tök stjórnvalda á öllum helstu fjölmiðlum, hafa gert andófsmönnum erfitt fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×