„Martröð í helvíti“: Lögreglan í Kanada gagnrýnd fyrir að gefa ekki út viðvörun Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2020 23:25 Frá því þegar lögreglan umkringdi árásarmanninn. AP/Tim Krochak Forsvarsmenn lögreglunnar í Kanada segja að undirbúningur fyrir viðvörun til almennings hafi staðið yfir þegar Gabriel Wortman var skotinn til bana um helgina. Hann hafði þá skotið minnst 22 til bana á rúmum þrettán klukkustundum og á mjög stóru svæði í mannskæðustu árás landsins. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vara almenning ekki við ódæðum Wortman. Hér að neðan má sjá viðtal við Clinton Ellison, sem komst undan Wortman, þar sem hann lýsir því hvernig hann fann lík bróður síns og faldi sig út í skógi á meðan Wortman leitaði að honum. Hann sagðist hafa heyrt skothljóð úr öllum áttum á meðan hann lá í felum. Ellison segir þetta hafa verið martröð frá helvíti. Hann gagnrýndi lögregluna fyrir að hafa brugðist hægt við og fyrir að hafa ekki gefið út almenna viðvörun. Chris Leather, yfirlögregluþjónn, sagði á blaðamannafundi í dag að samskiptaörðugleikar hafi tafið útgáfu viðvörunar og sömuleiðis hafi gengið illa að ákveða hvernig ætti að skrifa hana. Leather sagðist ánægður með upplýsingaflæðið frá lögreglunni og sérstaklega með tilliti til þess hve flóknar aðstæður væru. Hann sagði lögregluna hafa gefið út þær upplýsingar að Wortman hafi verið dulbúinn sem lögregluþjónn á bíl sem hann hafði látið breyta svo hann leit út eins og lögreglubíll, um leið og þær hafi legið fyrir. Samkvæmt frétt CBC sagði Leather að það hefði legið fyrir á milli sjö og átta á sunnudagsmorgni. Lögreglan sagði frá dulbúningi Wortman í tísti sem birt var klukkan 10:21. Sjá einnig: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Enn hefur ekki verið gefið út hvernig vopn Wortman var með en talið er að hann hafi ekki verið með skotvopnaleyfi. Ekki er vitað hvar hann fékk byssuna sem hann notaði. Tilefni árásanna liggur heldur ekki fyrir. Lögreglan þykist viss um að hann hafi þekkt einhver fórnarlamba sinna og hafa líkur verið leiddar að því að Wortman hafi skipulagt fyrsta hluta árásanna en farið svo að ráðast á fólk af handahófi. Leather sagði í dag að vonandi yrði nákvæm tímalína um ferðir Wortman gefin út á næstu dögum. Enn væri verið að púsla atburðarásinni saman. CBC hefur komið höndum yfir upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir Wortman stöðva bíl sinn, stíga út og fara úr jakka sínum. Kanada Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira
Forsvarsmenn lögreglunnar í Kanada segja að undirbúningur fyrir viðvörun til almennings hafi staðið yfir þegar Gabriel Wortman var skotinn til bana um helgina. Hann hafði þá skotið minnst 22 til bana á rúmum þrettán klukkustundum og á mjög stóru svæði í mannskæðustu árás landsins. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vara almenning ekki við ódæðum Wortman. Hér að neðan má sjá viðtal við Clinton Ellison, sem komst undan Wortman, þar sem hann lýsir því hvernig hann fann lík bróður síns og faldi sig út í skógi á meðan Wortman leitaði að honum. Hann sagðist hafa heyrt skothljóð úr öllum áttum á meðan hann lá í felum. Ellison segir þetta hafa verið martröð frá helvíti. Hann gagnrýndi lögregluna fyrir að hafa brugðist hægt við og fyrir að hafa ekki gefið út almenna viðvörun. Chris Leather, yfirlögregluþjónn, sagði á blaðamannafundi í dag að samskiptaörðugleikar hafi tafið útgáfu viðvörunar og sömuleiðis hafi gengið illa að ákveða hvernig ætti að skrifa hana. Leather sagðist ánægður með upplýsingaflæðið frá lögreglunni og sérstaklega með tilliti til þess hve flóknar aðstæður væru. Hann sagði lögregluna hafa gefið út þær upplýsingar að Wortman hafi verið dulbúinn sem lögregluþjónn á bíl sem hann hafði látið breyta svo hann leit út eins og lögreglubíll, um leið og þær hafi legið fyrir. Samkvæmt frétt CBC sagði Leather að það hefði legið fyrir á milli sjö og átta á sunnudagsmorgni. Lögreglan sagði frá dulbúningi Wortman í tísti sem birt var klukkan 10:21. Sjá einnig: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Enn hefur ekki verið gefið út hvernig vopn Wortman var með en talið er að hann hafi ekki verið með skotvopnaleyfi. Ekki er vitað hvar hann fékk byssuna sem hann notaði. Tilefni árásanna liggur heldur ekki fyrir. Lögreglan þykist viss um að hann hafi þekkt einhver fórnarlamba sinna og hafa líkur verið leiddar að því að Wortman hafi skipulagt fyrsta hluta árásanna en farið svo að ráðast á fólk af handahófi. Leather sagði í dag að vonandi yrði nákvæm tímalína um ferðir Wortman gefin út á næstu dögum. Enn væri verið að púsla atburðarásinni saman. CBC hefur komið höndum yfir upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir Wortman stöðva bíl sinn, stíga út og fara úr jakka sínum.
Kanada Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira