Erlent

Maradona á batavegi

Diego Armando Maradona.
Diego Armando Maradona. MYND/AFP
Argentínska knattspyrnuhetjan Diego Maradona, sem lagður var inn á sjúkrahús í vikunni, er að jafna sig og ástand hans er nú orðið stöðugt. Maradona var lagður inn á sjúkrahús vegna óhófslegs lífernis.

Hann er nú undir áhrifum deyfilyfja á meðan afeitrun stendur yfir. Maradona hefur lengi átt í sambandi við eiturlyfið kókaín sem honum hefur reynst erfitt að binda endi á. Einnig hefur offita sett svip sinn á hann sem og of mikil neysla áfengis.

„Líðan hans er góð og fer batnandi." sagði Hector Pezzella, yfirlæknir sjúkrahússins sem Maradona er á. „Það mikilvægasta er að honum takist að vinna bug á áfengissýkn sinni." bætti hann svo við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×