Enski boltinn

Chelsea neitar orðrómi um Van Basten

NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn Chelsea hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir neita því alfarið að hafa rætt við Marco Van Basten um að taka við liðinu. Van Basten er landsliðsþjálfari Hollendinga og hefur verið orðaður mikið við Chelsea síðan hann sást horfa á leik með liðinu um helgina.

Hollenska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Chelsea hafi ekki spurst fyrir um þjálfarann, enda sé hann samningsbundinn Hollendingum út undankeppni EM og ætli að hefja viðræður um nýjan samning um áramótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×