Formúla 1

Sögufrægt merki aftur í Formúlu 1

Jarno Trulli og Heikki Kovalianen aka Lotus bílnum.
Jarno Trulli og Heikki Kovalianen aka Lotus bílnum. mynd:getty images

Hið fornfræga Lotus merki var aftur kynnt til sögunnar á frumsýningu Formúlu 1 liðs frá Bretlandi, sem er staðsett í Norfolk í Bretlandi, en í eigu malasísk viðskiptajöfurs sem heitir Tony Hernandez.

Ökumenn liðsins eru Jarno Trulli frá Ítalíu og Heikki Kovalainen frá Finnlandi, en Trulli var hjá Toyota og Kovalainen frá Finnlandi.

Græn litur bílsins tengir hann við fræga kappaksturskappa og vinsældir liðsins ár árunum 1950-1960, en kappar á borð við Gramham Hill, Stirling Moss og Nigel Mansell komu við sögu hjá liðinu.

Lotus bíllinn var frumsýndur með viðhöfn í gær og hönnuður bílsins er Mike Gascoyne, sem er breskur í húð og hár og mikill reynslubolti í tæknivinnu og hönnun Formúlu 1 bíula.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×