Handbolti

Öruggt hjá Fram og Val

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Fram í kvöld.
Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Fram í kvöld. Mynd/Hörður

Þrír leikir fóru fram í N1-deild kvenna í kvöld og voru úrslit leikjanna eftir bókinni.

Fram vann stórsigur á Akureyri, 34-15, í kvöld. Marthe Sördal skoraði átta mörk fyrir Fram og Karen Knútsdóttir sjö. Arna Erlingsdóttir var markahæst Akureyringa með átta mörk en aðrir leikmenn skoruðu ekki meira en eitt mark í leiknum.

Þá unnu Valsmenn níu marka sigur á Fylki, 27-18. Eva Barna skoraði níu mörk fyrir Val og þær Íris Ásta Pétursdóttir og Nora Valovics fjögur hvor.

Hjá Fylki var Ingibjörg Karlsdóttir markahæst með fimm mörk.

Að síðustu vann HK lið FH, 23-28. Þetta var fyrsti sigur HK-inga á tímabilinu.

Valur er efst í deildinni með sex stig eftir þrjá leiki en Fram kemur næst með fimm stig.

Grótta hefur fjögur stig eftir tvo leiki og Stjarnan þrjú, einnig eftir tvo leiki.

FH er með tvö stig en Akureyri og Fylkir eru enn án stiga.

Næstu leikir í deildinni fara fram á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×