Daníel Guðni: Þýðir ekkert að bregðast svona við þó aðrir beiti olnbogaskotum Smári Jökull Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 21:31 Daníel Guðni sagðist vonast til að Seth LeDay fengi bara áminningu vegna atviksins sem átti sér stað gegn Stjörnunni á mánudaginn. VÍSIR/BÁRA „Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn á Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld. Það voru margir sem lögðu í púkkið hjá Grindavík en frammistaða þeirra Ólafs Ólafssonar og Björgvins Hafþórs Ríkharðssonar vakti sérstaka gleði stuðningsmanna Grindavíkur en hvorugur hefur náð sér vel á strik í vetur. „Ólafur var frábær og Björgvin var frábær líka. Það var gaman að sjá hann og svona á hann að spila. Ég veit að hann getur spilað svona í hverri umferð og þetta var skemmtilegt að sjá. Ég var gríðarlega ánægður með framlagið frá þeim sem komu inn og þeim sem komu ekki inn. Það voru allir á sömu blaðsíðu.“ Grindavíkurliðið lítur mun betur út núna en þeir gerðu fyrir alls ekki svo löngu síðan. Daníel sagði að þeir hefðu litið inn á við til að leysa vandamálin. „Við erum búnir að vinna með okkur sjálfa í hópnum. Sömuleiðis hefur Seth (Leday) haft jákvæð áhrif á liðið, hann er gríðarlega flottur liðsmaður og einstaklingur. Það er óskandi að þetta sé að smella núna. Það er miklu betri bragur á þessu, inni á æfingum, sóknarlega og varnarlega. Bara yfirhöfuð betri bragur.“ Leikurinn í kvöld var afar mikilvægur. Hefðu Þórsarar unnið hefðu þeir komst fjórum stigum fram úr Grindvíkingum og verið með yfirhöndina í innbyrðisleikjum. Með fjóra leiki eftir hefði verið afar erfitt fyrir Suðurnesjamenn að vinna það upp. „Þetta voru allavega sex stig,“ sagði Daníel aðspurður um mikilvægi leiksins. „Við erum auðvitað á sama stað í deildinni og með jafnmörg stig. Núna erum við með innbyrðis á þá og það skiptir máli að safna stigum það sem eftir lifir tímabils. Þetta var fyrsta skrefið hér í kvöld og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á þetta og verða ennþá betri."Vonast eftir áminningu á LeDayAtvikið á mánudag.vísir/skjáskotFyrir leik bárust fréttir af því að Stjarnan hefði lagt fram kæru vegna atviks milli Seth LeDay og Kyle Johnson í leik liðanna á mánudagskvöldið. Aganefnd á eftir að taka bannið fyrir en LeDay gæti átt bann yfir höfði sér. „Það er leiðinlegt. Ég sá þetta ekki í leiknum sjálfum eða þegar ég var að horfa aftur á leikinn. Ég talaði við minn mann, ég er auðvitað ekkert ánægður með svona framkomu og þetta á ekkert að sjást á körfuboltavelli.“ „Hann brást svona við eftir að hafa verið nýbúinn að fá olnbogaskot í síðuna frá Kyle. Það þýðir ekkert að bregðast svona við þó einhverjir aðrir beiti olnbogaskotum, það er náttúrulega verið að horfa á allt,“ bætti Daníel við. Grindavík er á leið í undanúrslitaleik í bikar í næstu viku en aganefnd KKÍ hittist á þriðjudögum og gæti dæmt LeDay í bann. Eftir því sem Vísir kemst næst tekur bannið þó ekki gildi fyrir á fimmtudeginum sem þýðir að LeDay gæti leikið í undanúrslitaleiknum gegn Fjölni á miðvikudag en yrði í banni í mögulegum úrslitaleik á laugardeginum. „Ef maður ætlar að taka öll svona atvik út þá hefði ég örugglega fengið á mig kærur sem leikmaður fyrir einhver svona fólskubrot eða olnbogaskot hér og þar eins og gerist í hverri umferð. Ef þetta verður fordæmi þá er hægt að fara í einhvern sandkassaleik og tína allskonar til.“ „Þetta náttúrulega á ekkert að sjást en þetta gerist í hverri umferð, eitthvað svona, og það er gott ef leikmenn fá kæru. Ég vona að hann fái áminningu, þetta á ekkert að sjást og hann veit það,“ sagði Daníel og bætti við að hann væri ótrúlega spenntur fyrir komandi bikarúrslitahelgi. „Ég get ekki beðið. Miðvikudagurinn má koma á morgun mín vegna.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22 Leik lokið: Grindavík - Þór Þorl. 95-78 | Grindvíkingar komnir uppfyrir Þórsara eftir góðan sigur Grindavík er komið í hið mikilvæga 8.sæti Dominos-deildarinnar eftir góðan sigur á Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. Grindvíkingar höfðu yfirhöndina mestallan leikinn og unnu sanngjarnan sigur. Lokatölur 95-78. 6. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
„Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn á Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld. Það voru margir sem lögðu í púkkið hjá Grindavík en frammistaða þeirra Ólafs Ólafssonar og Björgvins Hafþórs Ríkharðssonar vakti sérstaka gleði stuðningsmanna Grindavíkur en hvorugur hefur náð sér vel á strik í vetur. „Ólafur var frábær og Björgvin var frábær líka. Það var gaman að sjá hann og svona á hann að spila. Ég veit að hann getur spilað svona í hverri umferð og þetta var skemmtilegt að sjá. Ég var gríðarlega ánægður með framlagið frá þeim sem komu inn og þeim sem komu ekki inn. Það voru allir á sömu blaðsíðu.“ Grindavíkurliðið lítur mun betur út núna en þeir gerðu fyrir alls ekki svo löngu síðan. Daníel sagði að þeir hefðu litið inn á við til að leysa vandamálin. „Við erum búnir að vinna með okkur sjálfa í hópnum. Sömuleiðis hefur Seth (Leday) haft jákvæð áhrif á liðið, hann er gríðarlega flottur liðsmaður og einstaklingur. Það er óskandi að þetta sé að smella núna. Það er miklu betri bragur á þessu, inni á æfingum, sóknarlega og varnarlega. Bara yfirhöfuð betri bragur.“ Leikurinn í kvöld var afar mikilvægur. Hefðu Þórsarar unnið hefðu þeir komst fjórum stigum fram úr Grindvíkingum og verið með yfirhöndina í innbyrðisleikjum. Með fjóra leiki eftir hefði verið afar erfitt fyrir Suðurnesjamenn að vinna það upp. „Þetta voru allavega sex stig,“ sagði Daníel aðspurður um mikilvægi leiksins. „Við erum auðvitað á sama stað í deildinni og með jafnmörg stig. Núna erum við með innbyrðis á þá og það skiptir máli að safna stigum það sem eftir lifir tímabils. Þetta var fyrsta skrefið hér í kvöld og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á þetta og verða ennþá betri."Vonast eftir áminningu á LeDayAtvikið á mánudag.vísir/skjáskotFyrir leik bárust fréttir af því að Stjarnan hefði lagt fram kæru vegna atviks milli Seth LeDay og Kyle Johnson í leik liðanna á mánudagskvöldið. Aganefnd á eftir að taka bannið fyrir en LeDay gæti átt bann yfir höfði sér. „Það er leiðinlegt. Ég sá þetta ekki í leiknum sjálfum eða þegar ég var að horfa aftur á leikinn. Ég talaði við minn mann, ég er auðvitað ekkert ánægður með svona framkomu og þetta á ekkert að sjást á körfuboltavelli.“ „Hann brást svona við eftir að hafa verið nýbúinn að fá olnbogaskot í síðuna frá Kyle. Það þýðir ekkert að bregðast svona við þó einhverjir aðrir beiti olnbogaskotum, það er náttúrulega verið að horfa á allt,“ bætti Daníel við. Grindavík er á leið í undanúrslitaleik í bikar í næstu viku en aganefnd KKÍ hittist á þriðjudögum og gæti dæmt LeDay í bann. Eftir því sem Vísir kemst næst tekur bannið þó ekki gildi fyrir á fimmtudeginum sem þýðir að LeDay gæti leikið í undanúrslitaleiknum gegn Fjölni á miðvikudag en yrði í banni í mögulegum úrslitaleik á laugardeginum. „Ef maður ætlar að taka öll svona atvik út þá hefði ég örugglega fengið á mig kærur sem leikmaður fyrir einhver svona fólskubrot eða olnbogaskot hér og þar eins og gerist í hverri umferð. Ef þetta verður fordæmi þá er hægt að fara í einhvern sandkassaleik og tína allskonar til.“ „Þetta náttúrulega á ekkert að sjást en þetta gerist í hverri umferð, eitthvað svona, og það er gott ef leikmenn fá kæru. Ég vona að hann fái áminningu, þetta á ekkert að sjást og hann veit það,“ sagði Daníel og bætti við að hann væri ótrúlega spenntur fyrir komandi bikarúrslitahelgi. „Ég get ekki beðið. Miðvikudagurinn má koma á morgun mín vegna.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22 Leik lokið: Grindavík - Þór Þorl. 95-78 | Grindvíkingar komnir uppfyrir Þórsara eftir góðan sigur Grindavík er komið í hið mikilvæga 8.sæti Dominos-deildarinnar eftir góðan sigur á Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. Grindvíkingar höfðu yfirhöndina mestallan leikinn og unnu sanngjarnan sigur. Lokatölur 95-78. 6. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22
Leik lokið: Grindavík - Þór Þorl. 95-78 | Grindvíkingar komnir uppfyrir Þórsara eftir góðan sigur Grindavík er komið í hið mikilvæga 8.sæti Dominos-deildarinnar eftir góðan sigur á Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. Grindvíkingar höfðu yfirhöndina mestallan leikinn og unnu sanngjarnan sigur. Lokatölur 95-78. 6. febrúar 2020 22:30