Hamilton hress með eigin frammistöðu 7. apríl 2010 11:28 Lewis Hamilton var aftarlega á ráslínu í Malasíu, en vann sig upp í sjötta sæti. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton hefur farið mikinn í síðustu tveimur Formúlu 1 mótum, eftir að hafa ræst aftarlega á ráslínu í tvígang. Hann var ellefti á ráslínu í Ástralíu og tuttugasti í Malasíu, en vann sig upp listann með hörkuakstri í kappakstrinum á sunnudaginn. Varð sjötti. "Ég veit ekki hve oft ég get ekið svona mót. Það er ekki auðvelt, en við sýndum að við höfum hraðann. Ég held að við hefðum náð fyrsta og öðru sæti í tímatökunni ef það hefði verið þurrt", sagði Hamilton í spjalli í Daily Telegraph. McLaren liðið sendi Hamilton og Jenson Button of seint út á brautina í fyrstu umferð tímatökunnar og þeir féll úr leik, ræstu í sautjánda og tuttugasta sæti. "Ég get ekki kvartað. Ég held að í tveimur síðustu mótum hafi ég sýnt eitthvað gott. Þetta eru trúlega það besta sem ég hef sýnt í langan, langan tíma. Kannski frá upphafi. Við verðum bara að pressa á liðið og ef allt gengur upp, þá er sprengikraftur til staðar hjá okkur", sagði Hamilton. Hann er með 31 stig í stigamóti ökumanna, en á undan honum eru Nico Rosberg og Jenson Button með 35, Sebastian Vettel og Fernando Alonso með 37 og Felipe Massa með 39, sem leiðir meistaramótið. Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hefur farið mikinn í síðustu tveimur Formúlu 1 mótum, eftir að hafa ræst aftarlega á ráslínu í tvígang. Hann var ellefti á ráslínu í Ástralíu og tuttugasti í Malasíu, en vann sig upp listann með hörkuakstri í kappakstrinum á sunnudaginn. Varð sjötti. "Ég veit ekki hve oft ég get ekið svona mót. Það er ekki auðvelt, en við sýndum að við höfum hraðann. Ég held að við hefðum náð fyrsta og öðru sæti í tímatökunni ef það hefði verið þurrt", sagði Hamilton í spjalli í Daily Telegraph. McLaren liðið sendi Hamilton og Jenson Button of seint út á brautina í fyrstu umferð tímatökunnar og þeir féll úr leik, ræstu í sautjánda og tuttugasta sæti. "Ég get ekki kvartað. Ég held að í tveimur síðustu mótum hafi ég sýnt eitthvað gott. Þetta eru trúlega það besta sem ég hef sýnt í langan, langan tíma. Kannski frá upphafi. Við verðum bara að pressa á liðið og ef allt gengur upp, þá er sprengikraftur til staðar hjá okkur", sagði Hamilton. Hann er með 31 stig í stigamóti ökumanna, en á undan honum eru Nico Rosberg og Jenson Button með 35, Sebastian Vettel og Fernando Alonso með 37 og Felipe Massa með 39, sem leiðir meistaramótið.
Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira