Brynja Mary Sverrisdóttir er ung kona sem tekur þátt í Söngvakeppninni laugardaginn 8.febrúar og flytur þá lagið Augun þín sem hún samdi sjálf ásamt Lasse Qvist.
Hún opnaði sig um einelti sem hún varð fyrir í viðtali við Vísi á dögunum og má lesa hér.
Brynja Mary er aðeins 16 ára gömul og rétt sleppur inn í Söngvakeppnina þar sem aldurstakmarkið er einmitt sextán ár.
Hún frumsýnir í dag nýtt myndband við lag sitt á Vísi en það var Guðgeir Arngrímsson sem leikstýrði myndbandinu.