Formaður GR: Þurfum birtu yfir framtíðina Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 7. apríl 2010 18:30 Mynd/ Arnþór. Tilveran snýst ekki bara um eymd og volæði, við þurfum líka birtu yfir framtíðina, segir Jón Pétur Jónsson, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur sem hafnar þeirri gagnrýni minnihlutans í borgarstjórn að það sé furðuleg forgangsröðun að eyða peningum í að stækka golfvöll á sama tíma og skorið er niður í leik- og grunnskólum. Meirihlutinn í borgarstjórn samþykkti í gær að veita Golfklúbbi Reykjavíkur 230 milljóna króna styrk á næstu fjórum árum til að bæta níu holum við golfvöllinn á Korpúlfsstöðum. Völlurinn er í eigu borgarinnar en klúbburinn rekur hann. Meiri- og minnihluti köstuðu hnútum af kosningamóð í borgarstjórn í gær vegna málsins - oddviti Samfylkingar Dagur B. Eggertsson sagði það furðulega forgangsröðun, mitt í öllum niðurskurðinum. Meirihlutinn bendir á að samningurinn hafi verið gerður fyrir fjórum árum þegar Samfylking og Vinstri grænir voru við stjórnvölinn. Málflutning Dags kallaði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kosningatrix og spuna. Aðspurður hvort það sé bráðamál í kreppunni að bæta 9 holum við golfvöllinn, segir Jón Pétur, formaður Golfklúbbsins að alltaf megi deila um hvað sé forgangsatriði. „En nokkur hundruð meðlima okkar eru atvinnulausir. Við teljum þetta vera andlega uppbyggingu í þeirra hörmungum," segir Jón Pétur. Golfklúbburinn fær fyrstu greiðslu á þessu ári, 50 milljónir króna, sem er sama upphæð og leikskólar borgarinnar spara á árinu með því að ráða nánast ekkert sumarstarfsfólk. Sem þýðir að sumir foreldrar þurfa að bíða lengur eftir plássi fyrir minnstu börnin. Alls er niðurskurður á leikskólum um 400 milljónir króna. Einstæð móðir sagði í samtali við fréttastofu að hún teldi að þessi ráðstöfun kostaði hana líklega um 75 þúsund krónur - barnið væri efst á biðlista og dagmamman mun dýrari en leikskólinn. Jóni Pétri finnst þetta ekki sérkennileg forgangsröðun. „Menn verða að átta sig á því að heimurinn og tilveran snýst ekki bara um eymd og volæði. Það vita allir. Það verður að vera einhver birta í framtíðinni." Fleiri styrkir af þessum toga voru afgreiddir á sama tíma frá borginni, meðal annars var samþykkt að byggja upp aðstöðu til fimleika og bardagaíþrótta hjá Fylki og reka frístundaheimili í Norðlingaholti upp á 65 milljónir kr. á þessu ári og 85 milljónir árlega frá næsta ári. Afstaða verður tekin til þess í borgarráði á morgun hvort gerður verði leigusamningur til 15 eða 25 ára. Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Tilveran snýst ekki bara um eymd og volæði, við þurfum líka birtu yfir framtíðina, segir Jón Pétur Jónsson, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur sem hafnar þeirri gagnrýni minnihlutans í borgarstjórn að það sé furðuleg forgangsröðun að eyða peningum í að stækka golfvöll á sama tíma og skorið er niður í leik- og grunnskólum. Meirihlutinn í borgarstjórn samþykkti í gær að veita Golfklúbbi Reykjavíkur 230 milljóna króna styrk á næstu fjórum árum til að bæta níu holum við golfvöllinn á Korpúlfsstöðum. Völlurinn er í eigu borgarinnar en klúbburinn rekur hann. Meiri- og minnihluti köstuðu hnútum af kosningamóð í borgarstjórn í gær vegna málsins - oddviti Samfylkingar Dagur B. Eggertsson sagði það furðulega forgangsröðun, mitt í öllum niðurskurðinum. Meirihlutinn bendir á að samningurinn hafi verið gerður fyrir fjórum árum þegar Samfylking og Vinstri grænir voru við stjórnvölinn. Málflutning Dags kallaði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kosningatrix og spuna. Aðspurður hvort það sé bráðamál í kreppunni að bæta 9 holum við golfvöllinn, segir Jón Pétur, formaður Golfklúbbsins að alltaf megi deila um hvað sé forgangsatriði. „En nokkur hundruð meðlima okkar eru atvinnulausir. Við teljum þetta vera andlega uppbyggingu í þeirra hörmungum," segir Jón Pétur. Golfklúbburinn fær fyrstu greiðslu á þessu ári, 50 milljónir króna, sem er sama upphæð og leikskólar borgarinnar spara á árinu með því að ráða nánast ekkert sumarstarfsfólk. Sem þýðir að sumir foreldrar þurfa að bíða lengur eftir plássi fyrir minnstu börnin. Alls er niðurskurður á leikskólum um 400 milljónir króna. Einstæð móðir sagði í samtali við fréttastofu að hún teldi að þessi ráðstöfun kostaði hana líklega um 75 þúsund krónur - barnið væri efst á biðlista og dagmamman mun dýrari en leikskólinn. Jóni Pétri finnst þetta ekki sérkennileg forgangsröðun. „Menn verða að átta sig á því að heimurinn og tilveran snýst ekki bara um eymd og volæði. Það vita allir. Það verður að vera einhver birta í framtíðinni." Fleiri styrkir af þessum toga voru afgreiddir á sama tíma frá borginni, meðal annars var samþykkt að byggja upp aðstöðu til fimleika og bardagaíþrótta hjá Fylki og reka frístundaheimili í Norðlingaholti upp á 65 milljónir kr. á þessu ári og 85 milljónir árlega frá næsta ári. Afstaða verður tekin til þess í borgarráði á morgun hvort gerður verði leigusamningur til 15 eða 25 ára.
Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira