Orlando Magic fór illa með Cleveland í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2009 11:00 Dwight Howard og félagar settust snemma á bekkinn í öruggum sigri á Cleveland. Mynd/GettyImages Cleveland Cavaliers fékk slæman skell á móti Orlando Magic í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tapið þýðir að Los Angeles Lakers er komið einum leik á eftir LeBron James og félögum í baráttunni um besta árangurinn í NBA-deildinni og heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Orlando vann Cleveland með 29 stiga mun, 116-87, sem langstærsta tap Cleveland í vetur en liðið er þó enn með besta árangurinn í deildinni. Cleveland hafði mest tapað með 17 stigum í vetur en það tap var á móti Los Angeles Lakers. Dwight Howard var með 20 stig og 11 fráköst fyrir Orlando sem náði mest 41 stigs forskoti í seinni hálfleik. Rashard Lewis var með 22 stig og Hedo Turkoglu skoraði 13 stig. Þetta var áttundi sigur Orlando í síðustu 11 leikjum á móti Cleveland. LeBron James var með 26 stig og 9 fráköst hjá Cleveland en hitti aðeins úr 7 af 20 skotum sínum. James lék stóran hluta af fjórða leikhluta til að hjálpa sínum við að bjarga andlitinu. Pau Gasol var með 23 stig og 10 fráköst og Kobe Bryant skoraði 20 stig þegar Los Angeles Lakers vann sextugasta leik sinn á tímabilinu, 93-81, á Houston Rockets. Þetta er í ellefta sinn sem Lakers nær að vinna 60 leiki á tímabili í NBA-deildinni. Ron Artest var með 21 stig fyrir Houston. Dwyane Wade var með 27 stig og 10 stoðsendingar í 97-92 sigri Miami Heat á Charlotte Bobcats en sigurinn tryggði Miami sæti í úrslitakeppninni. Miami varð þannig aðeins annað liðið í sögunni til þess að komast í úrslitakeppnina eftir að hafa aðeins unnið 15 leiki tímabilið á undan. Gerald Wallace var með 21 stig hjá Charlotte. Boston Celtics vann tólf stiga sigur á Atlanta Hawks, 104-92 þar sem Paul Pierce skoraði 21 stig og Rajon Rondo bætti við 20 stigum. Kevin Garnett missti af fjórða leiknum í röð og sínum 17. leik af síðasta 21 en Kendrick Perkins (12 stig og 10 fráköst) og Glen "Big Baby" Davis (19 stig) stóðu sig vel inn í teig. Flip Murray var stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig. Tony Parker var frábær í 126-121 sigri San Antonio Spurs á Indiana Pacers. Parker var með 31 stig og 10 stoðsendingar og fékk líka góðan stuðning frá Tim Duncan sem bætti við 22 stigum og 11 fráköstum. Danny Granger skoraði 35 stig fyrir Indiana. Rudy Gay var með 27 stig og 10 fráköst í 197-102 sigri Memphis Grizzlies á Dallas Mavericks en þetta var þriðji sigurleikur liðsins í röð. Mike Conley var líka með 25 stig fyrir Memphis en Dirk Nowitzki skoraði 36 stig fyrir Dallas þar af 25 þeirra í seinni hálfleik. Phoenix Suns skoraði 139 stig í 28 stiga sigri á Sacramento Kings, 139-111, þar sem Steve Nash var með 29 stig og 9 stoðsendingar. Phoenix á enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en eftir tap Dallas munar aðeins þremur leikjum á liðunum í baráttunni um áttunda og síðasta sætið. Portland Trail Blazers vann 107-72 sigur á Oklahoma City Thunder þar sem LaMarcus Aldridge lék frábærlega og var með 35 stig og 18 fráköst. Kevin Durant skoraði með fyrir Oklahoma eða 13 stig. Minnesota Timberwolves vann óvæntan 103-102 útisigur á Utah en liðið var fyrir leikinn búið að tapa níu síðustu útileikjum sínum. Rodney Carney skoraði 10 af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var stigahæstur ásamt Ryan Gomes sem skoraði líka 25 stig. Deron Williams var neð 34 stig og 11 stoðsendingar hjá Utah en klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði tryggt Utah sigurinn. Golden State Warriors vann að lokum 111-103 sigur á New Orleans Hornets þrátt fyrir að Chris Paul hafi skoraði 43 stig fyrir Hornets. Jamal Crawford var með 39 stig fyrir Golden State og Anthony Morrow var með 24 stig. David West átti einnig fínan leik fyrir New Orleans þar sem hann var með 31 stig og 14 fráköst. NBA Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Cleveland Cavaliers fékk slæman skell á móti Orlando Magic í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tapið þýðir að Los Angeles Lakers er komið einum leik á eftir LeBron James og félögum í baráttunni um besta árangurinn í NBA-deildinni og heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Orlando vann Cleveland með 29 stiga mun, 116-87, sem langstærsta tap Cleveland í vetur en liðið er þó enn með besta árangurinn í deildinni. Cleveland hafði mest tapað með 17 stigum í vetur en það tap var á móti Los Angeles Lakers. Dwight Howard var með 20 stig og 11 fráköst fyrir Orlando sem náði mest 41 stigs forskoti í seinni hálfleik. Rashard Lewis var með 22 stig og Hedo Turkoglu skoraði 13 stig. Þetta var áttundi sigur Orlando í síðustu 11 leikjum á móti Cleveland. LeBron James var með 26 stig og 9 fráköst hjá Cleveland en hitti aðeins úr 7 af 20 skotum sínum. James lék stóran hluta af fjórða leikhluta til að hjálpa sínum við að bjarga andlitinu. Pau Gasol var með 23 stig og 10 fráköst og Kobe Bryant skoraði 20 stig þegar Los Angeles Lakers vann sextugasta leik sinn á tímabilinu, 93-81, á Houston Rockets. Þetta er í ellefta sinn sem Lakers nær að vinna 60 leiki á tímabili í NBA-deildinni. Ron Artest var með 21 stig fyrir Houston. Dwyane Wade var með 27 stig og 10 stoðsendingar í 97-92 sigri Miami Heat á Charlotte Bobcats en sigurinn tryggði Miami sæti í úrslitakeppninni. Miami varð þannig aðeins annað liðið í sögunni til þess að komast í úrslitakeppnina eftir að hafa aðeins unnið 15 leiki tímabilið á undan. Gerald Wallace var með 21 stig hjá Charlotte. Boston Celtics vann tólf stiga sigur á Atlanta Hawks, 104-92 þar sem Paul Pierce skoraði 21 stig og Rajon Rondo bætti við 20 stigum. Kevin Garnett missti af fjórða leiknum í röð og sínum 17. leik af síðasta 21 en Kendrick Perkins (12 stig og 10 fráköst) og Glen "Big Baby" Davis (19 stig) stóðu sig vel inn í teig. Flip Murray var stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig. Tony Parker var frábær í 126-121 sigri San Antonio Spurs á Indiana Pacers. Parker var með 31 stig og 10 stoðsendingar og fékk líka góðan stuðning frá Tim Duncan sem bætti við 22 stigum og 11 fráköstum. Danny Granger skoraði 35 stig fyrir Indiana. Rudy Gay var með 27 stig og 10 fráköst í 197-102 sigri Memphis Grizzlies á Dallas Mavericks en þetta var þriðji sigurleikur liðsins í röð. Mike Conley var líka með 25 stig fyrir Memphis en Dirk Nowitzki skoraði 36 stig fyrir Dallas þar af 25 þeirra í seinni hálfleik. Phoenix Suns skoraði 139 stig í 28 stiga sigri á Sacramento Kings, 139-111, þar sem Steve Nash var með 29 stig og 9 stoðsendingar. Phoenix á enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en eftir tap Dallas munar aðeins þremur leikjum á liðunum í baráttunni um áttunda og síðasta sætið. Portland Trail Blazers vann 107-72 sigur á Oklahoma City Thunder þar sem LaMarcus Aldridge lék frábærlega og var með 35 stig og 18 fráköst. Kevin Durant skoraði með fyrir Oklahoma eða 13 stig. Minnesota Timberwolves vann óvæntan 103-102 útisigur á Utah en liðið var fyrir leikinn búið að tapa níu síðustu útileikjum sínum. Rodney Carney skoraði 10 af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var stigahæstur ásamt Ryan Gomes sem skoraði líka 25 stig. Deron Williams var neð 34 stig og 11 stoðsendingar hjá Utah en klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði tryggt Utah sigurinn. Golden State Warriors vann að lokum 111-103 sigur á New Orleans Hornets þrátt fyrir að Chris Paul hafi skoraði 43 stig fyrir Hornets. Jamal Crawford var með 39 stig fyrir Golden State og Anthony Morrow var með 24 stig. David West átti einnig fínan leik fyrir New Orleans þar sem hann var með 31 stig og 14 fráköst.
NBA Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira