Djurgården byrjar sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta frábærlega en liðið vann 4-0 sigur á Piteå í 2. umferð í gær. Djurgården er búið að vinna fyrstu tvo leikina með markatölunni 11-0.
Guðbjörg Gunnarsdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir voru báðar í byrjunarliðinu og spiluðu allan leikinn með Djurgården alveg eins og í 1. umferðinni. Guðbjörg er þar með búin að halda hreinu í fyrstu tveimur leikjum sínum í sænsku úrvalsdeildinni.
Victoria Svensson skoraði tvö mörk fyrir Djurgården og þær Therese Brogårde og Linda Fagerström gerðu sitt markið hvor.