Top Gear í tíu tíma að komast að eldstöðvunum Kristján Már Unnarsson skrifar 7. apríl 2010 12:32 Það tók Top Gear töffarana tíu tíma að aka yfir Mýrdalsjökul. Kvikmyndatökulið breska sjónvarpsþáttarins Top Gear frá BBC var tíu klukkustundir í nótt að brjótast yfir Mýrdalsjökul að gosstöðvunum í kolbrjáluðu veðri. Þegar þangað var komið í morgunsárið birti til og nú kvikmyndar hópurinn eldgosið í allri sinni dýrð í sól og blíðu í fylgd Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings. Leiðangur breska sjónvarpsþáttarins Top Gear lagði upp frá Sólheimum á Mýrdalsjökul um fimmleytið síðdegis í gær á sex sérútbúnum jeppum frá Arctic Trucks og tveimur snjóbílum. Þáttastjórnandinn James May fer fyrir Bretunum en þeir tóku með sér Harald Sigurðsson eldfjallafræðing til að útskýra fyrir sér jarðvísindin. Undir venjulegum kringumstæðum hefði leiðangurinn yfir Mýrdalsjökul að gosstöðvunum ekki átt að taka nema eina til tvær klukkustundir. Færið á jöklinum reyndist hins vegar mjög þungt enda nýsnævi auk þess sem leiðangurinn hreppti kolbrjálað veður, eins og það var orðað. Tók það hópinn um tíu tíma að komast í skála Útivistar á Fimmvörðuhálsi en þar mun hópurinn halda til næstu tvo daga til að kvikmynda sjónarspilið. Óveðrinu hefur nú slotað og nú er þar sól og blíða og bestu aðstæður til myndatöku. Tengdar fréttir Kviknaði í dekkjum Top Gear-jeppa á hrauninu Lögreglan á Hvolsvelli er mjög óhress með framferði manna, sem reyndu í gær að aka jeppa ofan á nýja hrauninu. Jarðvísindamaður býst við að þetta geti orðið spaugilegt sjónvarpsefni. Eftir því sem næst verður komist var um ræða leiðangursmenn Top Gear sjónvarpsþáttarins hjá BBC en þeir fóru upp að gosstöðvunum í fyrradag á sex jeppum á vegum Arctic Trucks og tveimur snjóbílum. Sveinn Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, lítur þetta alvarlegum augum og segir að engin leyfi hafi verið gefin fyrir því að aka á hrauninu. Slíkt sé bannað og skipti engu máli hver eigi í hlut. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur varð vitni að því þegar Top Gear-leiðangurinn reyndi að komast upp á hraunið og segir hann það hafa verið spaugilegt. Það hafi gengið ósköp illa, en þeir hafi þó ekki þorað að moka úr barðinu til að komast betur upp á heitt hraunið. Bjóst Magnús Tumi við að þetta yrði skemmtilegt sjónvarpsefni. Samkvæmt Ríkisútvarpinu kviknaði í tveimur dekkjum á jeppanum þegar upp á hraunið var komið og sneru þeir jeppamenn þá við. 8. apríl 2010 12:13 Top Gear-gæjarnir komnir til landsins Nú rétt í þessu sást til tökuliðs breska bílaþáttarins Top Gear á leiðinni að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Mikil leynd er yfir ferð föruneytsins. 6. apríl 2010 14:45 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Sjá meira
Kvikmyndatökulið breska sjónvarpsþáttarins Top Gear frá BBC var tíu klukkustundir í nótt að brjótast yfir Mýrdalsjökul að gosstöðvunum í kolbrjáluðu veðri. Þegar þangað var komið í morgunsárið birti til og nú kvikmyndar hópurinn eldgosið í allri sinni dýrð í sól og blíðu í fylgd Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings. Leiðangur breska sjónvarpsþáttarins Top Gear lagði upp frá Sólheimum á Mýrdalsjökul um fimmleytið síðdegis í gær á sex sérútbúnum jeppum frá Arctic Trucks og tveimur snjóbílum. Þáttastjórnandinn James May fer fyrir Bretunum en þeir tóku með sér Harald Sigurðsson eldfjallafræðing til að útskýra fyrir sér jarðvísindin. Undir venjulegum kringumstæðum hefði leiðangurinn yfir Mýrdalsjökul að gosstöðvunum ekki átt að taka nema eina til tvær klukkustundir. Færið á jöklinum reyndist hins vegar mjög þungt enda nýsnævi auk þess sem leiðangurinn hreppti kolbrjálað veður, eins og það var orðað. Tók það hópinn um tíu tíma að komast í skála Útivistar á Fimmvörðuhálsi en þar mun hópurinn halda til næstu tvo daga til að kvikmynda sjónarspilið. Óveðrinu hefur nú slotað og nú er þar sól og blíða og bestu aðstæður til myndatöku.
Tengdar fréttir Kviknaði í dekkjum Top Gear-jeppa á hrauninu Lögreglan á Hvolsvelli er mjög óhress með framferði manna, sem reyndu í gær að aka jeppa ofan á nýja hrauninu. Jarðvísindamaður býst við að þetta geti orðið spaugilegt sjónvarpsefni. Eftir því sem næst verður komist var um ræða leiðangursmenn Top Gear sjónvarpsþáttarins hjá BBC en þeir fóru upp að gosstöðvunum í fyrradag á sex jeppum á vegum Arctic Trucks og tveimur snjóbílum. Sveinn Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, lítur þetta alvarlegum augum og segir að engin leyfi hafi verið gefin fyrir því að aka á hrauninu. Slíkt sé bannað og skipti engu máli hver eigi í hlut. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur varð vitni að því þegar Top Gear-leiðangurinn reyndi að komast upp á hraunið og segir hann það hafa verið spaugilegt. Það hafi gengið ósköp illa, en þeir hafi þó ekki þorað að moka úr barðinu til að komast betur upp á heitt hraunið. Bjóst Magnús Tumi við að þetta yrði skemmtilegt sjónvarpsefni. Samkvæmt Ríkisútvarpinu kviknaði í tveimur dekkjum á jeppanum þegar upp á hraunið var komið og sneru þeir jeppamenn þá við. 8. apríl 2010 12:13 Top Gear-gæjarnir komnir til landsins Nú rétt í þessu sást til tökuliðs breska bílaþáttarins Top Gear á leiðinni að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Mikil leynd er yfir ferð föruneytsins. 6. apríl 2010 14:45 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Sjá meira
Kviknaði í dekkjum Top Gear-jeppa á hrauninu Lögreglan á Hvolsvelli er mjög óhress með framferði manna, sem reyndu í gær að aka jeppa ofan á nýja hrauninu. Jarðvísindamaður býst við að þetta geti orðið spaugilegt sjónvarpsefni. Eftir því sem næst verður komist var um ræða leiðangursmenn Top Gear sjónvarpsþáttarins hjá BBC en þeir fóru upp að gosstöðvunum í fyrradag á sex jeppum á vegum Arctic Trucks og tveimur snjóbílum. Sveinn Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, lítur þetta alvarlegum augum og segir að engin leyfi hafi verið gefin fyrir því að aka á hrauninu. Slíkt sé bannað og skipti engu máli hver eigi í hlut. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur varð vitni að því þegar Top Gear-leiðangurinn reyndi að komast upp á hraunið og segir hann það hafa verið spaugilegt. Það hafi gengið ósköp illa, en þeir hafi þó ekki þorað að moka úr barðinu til að komast betur upp á heitt hraunið. Bjóst Magnús Tumi við að þetta yrði skemmtilegt sjónvarpsefni. Samkvæmt Ríkisútvarpinu kviknaði í tveimur dekkjum á jeppanum þegar upp á hraunið var komið og sneru þeir jeppamenn þá við. 8. apríl 2010 12:13
Top Gear-gæjarnir komnir til landsins Nú rétt í þessu sást til tökuliðs breska bílaþáttarins Top Gear á leiðinni að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Mikil leynd er yfir ferð föruneytsins. 6. apríl 2010 14:45