Ljósmæður ætla ekki að draga úr kröfum sínum á fundinum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2018 13:15 Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, var mætt á fund samninganefndanna um klukkan 13 í dag. Hún segir ljósmæður ekki ætla að slaka á kröfum sínum. vísir/vilhelm Kjaranefnd ljósmæðra gengur hæfilega bjartsýn en vongóð inn á fund með samninganefnd ríkisins í dag, að sögn formanns Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður hyggjast ekki draga úr kröfum sínum á fundi dagsins, þeim fyrsta í tvær vikur, og eru óendanlega þakklátar fyrir stuðninginn sem þeim hefur verið sýndur í kjarabaráttunni. „Við erum ágætlega stemmdar. Við viljum að það komi eitthvað fram sem hægt er að vinna með svo það komi einhver hreyfing á þessar viðræður,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, í samtali við Vísi. Hún mun sitja fund kjaranefndar ljósmæðra og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag.Kröfurnar óbreyttar frá því síðast Hún segir stöðuna jafnframt óljósa en kjaranefnd ljósmæðra hefur ekki heyrt í samninganefnd ríkisins síðan á síðasta fundi nefndanna. Að þeim fundi loknum, sem haldinn var þann 3. apríl síðastliðinn, sagði Áslaug að deilan hefði verið „stál í stál“ og að deiluaðilar hefðu hugsanlega færst hvor frá öðrum í málinu.Sjá einnig: Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Aðspurð segir Áslaug í samtali við Vísi að engar breytingar hafi verið gerðar á kröfum ljósmæðra frá síðasta fundi og að ekki verði dregið úr þeim á fundinum í dag. „Nei, við erum ekki að bakka. Málið er að það þarf að leiðrétta okkur vegna þess að við höfum dregist aftur úr. Við erum alveg sáttar við að fá samskonar launahækkun og BHM, við erum ekki að biðja um neitt meira,“ segir Áslaug.Foreldrar og börn voru mætt fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara áður en fundurinn hófst í dag til að styðja ljósmæður í kjarabaráttu sinni.Vísir/VilhelmVeit ekki til þess að fleiri ljósmæður hafi sagt upp Þá segist Áslaug ekki viss um hvort sjái fyrir endann á deilu ljósmæðra og ríkisins, það fari eftir því hvort eitthvað nýtt komi fram í dag. „Ég er svosem ekkert rosalega bjartsýn en ég er vongóð, ég vil leyfa mér að vona að það finnist einhver flötur á þessu.“ Komið hefur fram að þrjátíu ljósmæður hafi sagt upp störfum hjá Landspítalanum og er forstjóri Landspítalans uggandi yfir alvarlegri stöðu sem komin er upp vegna þess. Aðspurð segist Áslaug ekki vita til þess að fleiri ljósmæður hafi sagt upp. Þá vill Áslaug koma á framfæri þakklæti í garð þeirra sem sýnt hafa ljósmæðrum stuðning í kjaradeilu síðustu vikna. Tæplega 18 þúsund manns eru nú meðlimir í Facebook-hópnum Mæður og feður sem standa með ljósmæðrum.„Við erum ótrúlega þakklátar fyrir það. Þetta er svo ótrúlegt að ég eiginlega trúi því ekki,“ segir Áslaug. Kjaramál Tengdar fréttir Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00 Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30 Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira
Kjaranefnd ljósmæðra gengur hæfilega bjartsýn en vongóð inn á fund með samninganefnd ríkisins í dag, að sögn formanns Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður hyggjast ekki draga úr kröfum sínum á fundi dagsins, þeim fyrsta í tvær vikur, og eru óendanlega þakklátar fyrir stuðninginn sem þeim hefur verið sýndur í kjarabaráttunni. „Við erum ágætlega stemmdar. Við viljum að það komi eitthvað fram sem hægt er að vinna með svo það komi einhver hreyfing á þessar viðræður,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, í samtali við Vísi. Hún mun sitja fund kjaranefndar ljósmæðra og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag.Kröfurnar óbreyttar frá því síðast Hún segir stöðuna jafnframt óljósa en kjaranefnd ljósmæðra hefur ekki heyrt í samninganefnd ríkisins síðan á síðasta fundi nefndanna. Að þeim fundi loknum, sem haldinn var þann 3. apríl síðastliðinn, sagði Áslaug að deilan hefði verið „stál í stál“ og að deiluaðilar hefðu hugsanlega færst hvor frá öðrum í málinu.Sjá einnig: Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Aðspurð segir Áslaug í samtali við Vísi að engar breytingar hafi verið gerðar á kröfum ljósmæðra frá síðasta fundi og að ekki verði dregið úr þeim á fundinum í dag. „Nei, við erum ekki að bakka. Málið er að það þarf að leiðrétta okkur vegna þess að við höfum dregist aftur úr. Við erum alveg sáttar við að fá samskonar launahækkun og BHM, við erum ekki að biðja um neitt meira,“ segir Áslaug.Foreldrar og börn voru mætt fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara áður en fundurinn hófst í dag til að styðja ljósmæður í kjarabaráttu sinni.Vísir/VilhelmVeit ekki til þess að fleiri ljósmæður hafi sagt upp Þá segist Áslaug ekki viss um hvort sjái fyrir endann á deilu ljósmæðra og ríkisins, það fari eftir því hvort eitthvað nýtt komi fram í dag. „Ég er svosem ekkert rosalega bjartsýn en ég er vongóð, ég vil leyfa mér að vona að það finnist einhver flötur á þessu.“ Komið hefur fram að þrjátíu ljósmæður hafi sagt upp störfum hjá Landspítalanum og er forstjóri Landspítalans uggandi yfir alvarlegri stöðu sem komin er upp vegna þess. Aðspurð segist Áslaug ekki vita til þess að fleiri ljósmæður hafi sagt upp. Þá vill Áslaug koma á framfæri þakklæti í garð þeirra sem sýnt hafa ljósmæðrum stuðning í kjaradeilu síðustu vikna. Tæplega 18 þúsund manns eru nú meðlimir í Facebook-hópnum Mæður og feður sem standa með ljósmæðrum.„Við erum ótrúlega þakklátar fyrir það. Þetta er svo ótrúlegt að ég eiginlega trúi því ekki,“ segir Áslaug.
Kjaramál Tengdar fréttir Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00 Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30 Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira
Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00
Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30
Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03