Innlent

Víða „sæmi­lega hlýtt í sólinni“ á sumar­daginn fyrsta

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Spákortið eins og það lítur út klukkan þrjú síðdegis.
Spákortið eins og það lítur út klukkan þrjú síðdegis. Skjáskot/veðurstofan

Búast má við suðaustan kalda vestanlands í dag, sumardaginn fyrsta, en annars hægari vindur. Víða bjartviðri og sæmilega hlýtt í sólinni, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands, en skýjað og lítilsháttar skúrir á Suðvestur- og Vesturlandi. 

Austlæg átt 3-10 m/s á morgun. Rigning eða skúrir sunnantil á landinu en léttskýjað norðan heiða. Hiti 5 til 12 stig yfir daginn.

Norðaustan kaldi á laugardag, með björtu veðri suðvestanlands en dálitlum skúrum eða éljum á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast syðra.

Veðurhorfur næstu daga:

Á föstudag: 

Austan 3-8 og víða léttskýjað N-lands, en skúrir S-til á landinu. Hiti 3 til 10 stig.

Á laugardag:

Norðaustan 5-13 m/s. Dálitlar skúrir eða él N- og A-lands, en léttskýjað á SV-landi. Hiti 0 til 10 stig, hlýjast SV-lands.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:

Fremur hæg breytileg átt og skýjað með köflum. Hiti 1 til 8 stig að deginum, en allvíða næturfrost.

Á miðvikudag:

Suðaustanátt og léttskýjað N-til á landinu, en dálítil rigning S-lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×