Ný sjónvarpsstöð verður formlega kynnt í hádeginu í dag. Sjónvarpsstöðin, sem fengið hefur nafnið Sýn 2, mun nánast eingöngu sýna efni tengt enska boltanum. Fyrirferðarmest verða beinar útsendingar úr ensku Úrvalsdeildinni, en einnig verða sendar út beinar útsendingar frá leikjum úr 1. deildinni.
Ekki verður stöðin þó einskorðuð við beinar útsendingar því að stöðin mun einnig bjóða upp á dagskrá alla daga vikunnar, allt árið um kring. Þar á meðal verður fjöldi nýjunga.
Einn frægasti knattspyrnulýsandi heims, Andy Gray, er kominn til landsins í tilefni þessarar nýju sjónvarpsstöðvar. Gray mun ávarpa blaðamenn á fundinum í dag sem hefst klukkan 11:45.
Rætt verður við forsvarsmenn Sýnar í hádegisviðtali stöðvar 2 í dag.