Erlent

Meira en helmingur jarðarbúa í borgum árið 2008

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Meira en helmingur jarðarbúa mun búa í borgum árið 2008, flestir í þróunarlöndunum. Þetta kemur fram í skýrslu Mannfjöldastofnunar  Sameinuðu þjóðanna. Fólksfjöldi í þéttbýli tvöfaldast í borgum Afríku og Asíu næstu 30 árin.

Skýrslan segir að þessi mikla fjölgun gæti stefnt í ófarir. Framkvæmdastjóri Mannfjöldastofnunarinnar segir að breytingar í Asíu og Afríku breyti lífi allra og að sameiginlegt átak verði til að finna ráð við þessari þróun.

Þróunin getur meðal annars orðið til þess að stór fátækrahverfi myndist og að umhverfið skaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×