Innlent

Lansbjörg hvetur til aðgæslu í sundi

Nýlega varð alvarlegt slys í Kópavogslaug
Nýlega varð alvarlegt slys í Kópavogslaug MYND/Vísir

Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna tíðra slysa í sundlaugum undanfarið. Félagið vill með því minna á öryggisatriði varðandi sundferðir.

Samkvæmt reglum um öryggi í sundlaugum sem menntamálaráðuneytið gaf út árið 1999 er börnum undir átta ára aldri óheimill aðgangur að sundstöðum nema í fylgd með syndum ábyrgðarmanni 14 ára eða eldri.

Ábyrgðamaður ber ábyrgð á þeim börnum sem hann er með í sundi og á að fylgjast með þeim. Ósynd börn eiga alltaf að hafa armkúta, líka í vaðlaugum, og ábyrgðamenn mega ekki missa þau úr augsýn. Laugarvörðum er skylt að fylgjast með ósyndum börnum, sem og öðrum sundlaugargestum. Félagið hvetur einnig forráðamenn sundlauga til að vera með öryggisatriði sín á hreinu.

Landsbjörg hvetur jafnframt alla til að huga vel að sér og sínum þegar verið er í námunda við ár, vötn og sjó því eins og dæmin sýna er drukknun hljóðlát og gerir ekki boð á undan sér, segir í tilkynningunni.

Síðast á mánudagskvöld var sex ára drengur hætt kominn í sundlaug á Akureyri. Hann fannst meðvitundarlaus á botni dypri enda laugarinnar en var endurlífgaður á sundlaugarbakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×