Öryrki eftir gálausan akstur 27. júní 2007 19:06 Í einum vetfangi missti fjölskyldumaður í fullri vinnu heilsuna og það líf sem hann áður þekkti - allt vegna bílstjóra sem var að flýta sér milli akreina. Baldvin Jónsson, fyrrverandi formaður Sniglanna, er öryrki í dag og svo fullur af skrúfum að hann þarf röntgenmyndir með til útlanda - svo hann komist í gegnum vopnaleitarhlið flugvallanna. Baldvin Jónsson - kallaður Baddi - atvinnubílstjóri á steypudælu, var nýorðinn faðir í annað sinn þegar hann ók mótorhjólinu sínu austur Miklubraut þann 4. maí 2004. Kominn yfir ljósin til móts við bensínstöðina veit hann ekki fyrr til en að bíll af þarnæstu akrein keyrir beint í hliðina á honum. Þetta dýrkeypta augnablik er honum minnisstætt. Á spítalanum kemur í ljós hversu illa hann er farinn.Mjaðmagrindin fór illa, krossbönd slitnuðu í báðum hnjám, hægri ökkli brotnaði, ristin líka, þindin hefur aldrei verið söm og er þá ekki allt upp talið. Sjálfsagt yrðu margir magnvana af reiði eftir svona slys - en menn hafa misjafna lund og Baldvin hana létta eins og sjá má á þessu viðtali sem tekið var skömmu eftir slysið.Hann hjólar í dag - og gengur - en er ekki léttur í spori enda nánast lamaður í öðrum ökklanum.Baldvin er ósáttur við það hvernig dómskerfið tekur á málum sem þessum. Ökumaðurinn sem keyrði á hann, segir Baldvin, sýndi vítavert gáleysi. Í héraðsdómi missti ökumaðurinn bílprófið í tvö ár og var dæmdur í skilorðsbundið 45 daga fangelsi og 150 þúsund króna sekt.Hæstiréttur lækkaði sektina niður í 80 þúsund og skilorðsbundið fangelsið niður í 30 daga. Bílstjórinn hélt ökuréttinum. Þessi refsing finnst Baldvin smotterí í samanburði við það sem hann hefur mátt þola. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Í einum vetfangi missti fjölskyldumaður í fullri vinnu heilsuna og það líf sem hann áður þekkti - allt vegna bílstjóra sem var að flýta sér milli akreina. Baldvin Jónsson, fyrrverandi formaður Sniglanna, er öryrki í dag og svo fullur af skrúfum að hann þarf röntgenmyndir með til útlanda - svo hann komist í gegnum vopnaleitarhlið flugvallanna. Baldvin Jónsson - kallaður Baddi - atvinnubílstjóri á steypudælu, var nýorðinn faðir í annað sinn þegar hann ók mótorhjólinu sínu austur Miklubraut þann 4. maí 2004. Kominn yfir ljósin til móts við bensínstöðina veit hann ekki fyrr til en að bíll af þarnæstu akrein keyrir beint í hliðina á honum. Þetta dýrkeypta augnablik er honum minnisstætt. Á spítalanum kemur í ljós hversu illa hann er farinn.Mjaðmagrindin fór illa, krossbönd slitnuðu í báðum hnjám, hægri ökkli brotnaði, ristin líka, þindin hefur aldrei verið söm og er þá ekki allt upp talið. Sjálfsagt yrðu margir magnvana af reiði eftir svona slys - en menn hafa misjafna lund og Baldvin hana létta eins og sjá má á þessu viðtali sem tekið var skömmu eftir slysið.Hann hjólar í dag - og gengur - en er ekki léttur í spori enda nánast lamaður í öðrum ökklanum.Baldvin er ósáttur við það hvernig dómskerfið tekur á málum sem þessum. Ökumaðurinn sem keyrði á hann, segir Baldvin, sýndi vítavert gáleysi. Í héraðsdómi missti ökumaðurinn bílprófið í tvö ár og var dæmdur í skilorðsbundið 45 daga fangelsi og 150 þúsund króna sekt.Hæstiréttur lækkaði sektina niður í 80 þúsund og skilorðsbundið fangelsið niður í 30 daga. Bílstjórinn hélt ökuréttinum. Þessi refsing finnst Baldvin smotterí í samanburði við það sem hann hefur mátt þola.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira