Erlent

Þýskir stjórnmálamenn fordæma tölvugerða mynd

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Þýskir stjórnmálamenn hafa fordæmt tölvugerða mynd af leiðtogum Póllands vera að sjúga brjóst þýska kanslarans, Angelu Merkel. Myndin birtist á forsíðu pólska vikuritsins Wprost, og er titluð sem „Stjúpmóðir Evrópu."

Pólsk blaðasiðanefnd segir myndina ganga langt yfir strikið. Spenna á milli nágrannaþjóðanna hefur stigmagnast síðan leiðtogafunds Evrópubandalagsins í síðustu viku. Myndin sýnir forsætisráðherra Póllands, Jaroslaw Kaczynski og tvíburabróðir hans, forsetann Lech Kaczynski sjúga ber brjóstin á Angelu Merkel.

Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands sagði myndina vera ósmekklega.

Markus Meckel hafði þetta um málið að segja,  „Þetta er ótrúlegt, Pólland hefur tapað mörgum vinum síðustu vikur og mánuði. Þjóðin ætti að leggja hart að sér til að finna leiðir til að vinna þessa vini til baka."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×