Vörn Neftchi einfaldlega of sterk 20. júlí 2005 00:01 Skynsamur leikur Neftchi lagði grunninn að sigri liðsins gegn FH í gær, þegar Íslandsmeistararnir féllu út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu. FH byrjaði leikinn gegn Neftchi af krafti, og gerði harða hríð að marki deildarmeistaranna frá Azerbaídjan. Minnstu munaði að Ásgeir Ásgeirsson og Auðun Helgason skoruðu, en skallar þeirra fór naumlega yfir markið. Jón Þorgrímur Stefánsson var sprækur á hægri kantinum til þess að byrja með og tókst að koma boltanum tvisvar sinnum fyrir markið, en Allan Borgvardt rétt missti af boltanum í bæði skiptin. Neftchi komst síðan smá saman inn í leikinn og náði að ógna marki FH í þrígang. Sérstaklega var það framherjinn Tomislav Misura sem var hættulegur, en Daði Lárusson varði vel frá honum úr dauðafæri. Í evrópukeppninni hefur líkamlegur styrkur yfirleitt verið helsti styrkleiki íslenskra félagsliða sem í henni taka þátt, en leikmenn Neftchi höfðu styrkinn fram yfir leikmenn FH í þessari viðureign. Leikmenn Neftchi voru eldfljótir og spiluðu harðan varnarleik gegn leikmönnum FH, sem áttu í erfiðleikum með að láta boltann ganga hratt á milli manna.Þegar stutt var eftir af hálfleiknum var einn leikmanna Neftchi rekinn útaf fyrir að slá til Jóns Þorgríms Stefánssonar. FH sótti linnulítið það sem eftir lifði hálfleiksins en náði ekki skapa sér marktækifæri. Í seinni hálfleik þurftu leikmenn FH að skora tvö mörk til þess að eiga möguleika á því að komast áfram, þar sem Neftchi vann fyrri leikinn með tveimur mörkum gegn engu.FH hóf seinni hálfleikinn eins og þann fyrri, með mikilli pressu og komst Tryggvi Guðmundsson í ágætt færi sem markvörðu Neftchi varði vel. Neftchi komst síðan yfir með góðu marki frá Tomislav Misura, sem fór létt með að hlaupa varnarmenn FH af sér. Þetta var slysalegt mark, sem vel hefði verið hægt að koma í veg fyrir.Leikmenn FH gáfust ekki upp og reyndu hvað þeir gátu til þess að koma sér inn í leikinn aftur, en á þessum tíma var ljóst að FH þurfti að skora fjögur mörk til þess að komast áfram.Allan Borgvardt tókst að jafna leikinn fyrir FH með ágætu skoti frá vítateigslínu. Örlítill heppnisstimpill var yfir markinu, en það gaf FH von um að hægt væri gera það sem þurfti til. Leikmenn FH börðust áfram og reyndu eins og þeir gátu að bæta við mörkum en varnarmenn Neftchi varðist sóknum FH ágætlega og beindu síðan skyndisóknum, en annað mark Neftchi kom eft eina slíka.Leikmenn FH náðu aldrei almennilega undirtökunum í leiknum, þrátt fyri að vera manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Skynsamlegur leikur Neftchi gerði leikmönnum FH erfitt fyrir og eldfljótir sóknarmenn liðsins gerðu varnarmönnum FH lífið leitt. Auðun Helgason, miðvörður FH, var að vonum ónægður í leikslok. "Þetta var einfaldlega of gott lið fyrir okkur. Leikmenn Neftchi náðu vel saman og vörðust skipulega, sérstaklega í seinni hálfleik. Það kom mér svolítið á óvart í fyrri leiknum hvað liðið var skipulagt, en að auki voru góðir einstaklingar í þessu liði sem við réðum ekki nógu vel við." Íslenski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Skynsamur leikur Neftchi lagði grunninn að sigri liðsins gegn FH í gær, þegar Íslandsmeistararnir féllu út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu. FH byrjaði leikinn gegn Neftchi af krafti, og gerði harða hríð að marki deildarmeistaranna frá Azerbaídjan. Minnstu munaði að Ásgeir Ásgeirsson og Auðun Helgason skoruðu, en skallar þeirra fór naumlega yfir markið. Jón Þorgrímur Stefánsson var sprækur á hægri kantinum til þess að byrja með og tókst að koma boltanum tvisvar sinnum fyrir markið, en Allan Borgvardt rétt missti af boltanum í bæði skiptin. Neftchi komst síðan smá saman inn í leikinn og náði að ógna marki FH í þrígang. Sérstaklega var það framherjinn Tomislav Misura sem var hættulegur, en Daði Lárusson varði vel frá honum úr dauðafæri. Í evrópukeppninni hefur líkamlegur styrkur yfirleitt verið helsti styrkleiki íslenskra félagsliða sem í henni taka þátt, en leikmenn Neftchi höfðu styrkinn fram yfir leikmenn FH í þessari viðureign. Leikmenn Neftchi voru eldfljótir og spiluðu harðan varnarleik gegn leikmönnum FH, sem áttu í erfiðleikum með að láta boltann ganga hratt á milli manna.Þegar stutt var eftir af hálfleiknum var einn leikmanna Neftchi rekinn útaf fyrir að slá til Jóns Þorgríms Stefánssonar. FH sótti linnulítið það sem eftir lifði hálfleiksins en náði ekki skapa sér marktækifæri. Í seinni hálfleik þurftu leikmenn FH að skora tvö mörk til þess að eiga möguleika á því að komast áfram, þar sem Neftchi vann fyrri leikinn með tveimur mörkum gegn engu.FH hóf seinni hálfleikinn eins og þann fyrri, með mikilli pressu og komst Tryggvi Guðmundsson í ágætt færi sem markvörðu Neftchi varði vel. Neftchi komst síðan yfir með góðu marki frá Tomislav Misura, sem fór létt með að hlaupa varnarmenn FH af sér. Þetta var slysalegt mark, sem vel hefði verið hægt að koma í veg fyrir.Leikmenn FH gáfust ekki upp og reyndu hvað þeir gátu til þess að koma sér inn í leikinn aftur, en á þessum tíma var ljóst að FH þurfti að skora fjögur mörk til þess að komast áfram.Allan Borgvardt tókst að jafna leikinn fyrir FH með ágætu skoti frá vítateigslínu. Örlítill heppnisstimpill var yfir markinu, en það gaf FH von um að hægt væri gera það sem þurfti til. Leikmenn FH börðust áfram og reyndu eins og þeir gátu að bæta við mörkum en varnarmenn Neftchi varðist sóknum FH ágætlega og beindu síðan skyndisóknum, en annað mark Neftchi kom eft eina slíka.Leikmenn FH náðu aldrei almennilega undirtökunum í leiknum, þrátt fyri að vera manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Skynsamlegur leikur Neftchi gerði leikmönnum FH erfitt fyrir og eldfljótir sóknarmenn liðsins gerðu varnarmönnum FH lífið leitt. Auðun Helgason, miðvörður FH, var að vonum ónægður í leikslok. "Þetta var einfaldlega of gott lið fyrir okkur. Leikmenn Neftchi náðu vel saman og vörðust skipulega, sérstaklega í seinni hálfleik. Það kom mér svolítið á óvart í fyrri leiknum hvað liðið var skipulagt, en að auki voru góðir einstaklingar í þessu liði sem við réðum ekki nógu vel við."
Íslenski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira