Á hvaða tímum lifum við? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2005 00:01 Jafnrétti er alltaf í brennidepli og verður alltaf í brennidepli þangað til það næst. Framfarir hafa orðið hraðar á ýmsum sviðum hvað varðar menntun og vinnumarkaðinn en í fjölmiðlum og skemmtanaiðnaðum virðist því miður vera um afturför að ræða. Staðalímyndir í auglýsingum til dæmis eru gjörsamlega óþolandi. Nissan Micra auglýsingin fer sérstaklega í taugarnar á mér. Þar sést ung, grönn og fönguleg kona keyra í átt að stæði á "konubílnum" Nissan Micru. Í sömu andrá er stór, ruddalegur, feitur og fýldur karl að keyra í átt að sama stæði á stórum jeppa. Hver eru skilaboðin í þessari auglýsingu ég bara spyr? Af hverju í ósköpunum er karlinn ekki í Micrunni og konan á jeppanum? Af hverju þarf karlinn í jeppanum að vera svona fúll og stór og af hverju er konan svona sæt og fín? Og af hverju þarf að markaðssetja suma bíla sem konubíla og suma bíla sem karlabíla? Snúast bílakaup ekki um að kaupa besta bílinn með bestu gæðin? Ég þekki allavega engan sem kaupir bíl eftir kyni. Konur hafa farið mikinn um staðalímyndir sem sýndar eru af þeim í sjónvarpi en karlar ættu ekki síður að vera óánægðir með þær staðalímyndir sem þeir þurfa að þola í auglýsingum. Svo ekki sé minnst á blessuðu sjónvarpsþættina sem fjalla allir um heimska, feita karlmenn sem geta ekki gert neitt rétt. Á meðan er konan náttúrulega alltaf röflandi enda gerum við konur ekkert annað í lífinu - ekki satt? Svo ekki sé minnst á að konan er yfirleitt heimavinnandi þó hún sé vel menntuð. Frábær skilaboð. Klapp, klapp. Lítum aðeins á Nissa súkkulaðiauglýsingarnar. Í einni af þeim situr maður inni á skrifstofu hjá yfirmanni sínum að borða Nissa. Út af súkkulaðinu býður yfirmaðurinn honum gull og græna skóga; kauphækkun, nýjan bíl og nýjan einkaritara. Og viti menn. Auðvitað er það dýrindis falleg kona sem gengur í "slow motion" inn á skrifstofuna á meðan hún losar teygjuna úr hárinu og sveiflar því til og frá eins og í verstu klámmynd. Ég vil bara ekki trúa að Íslendingar séu svo heimskir að kaupa súkkulaði út af þessari heimskulegu auglýsingu. Svo ekki sé minnst á auglýsinguna í brúðkaupinu þar sem brúðguminn lofar að sinna húsverkunum og brúðurin er alltof upptekin að borða Nissa súkkulaði. Eru skilaboðin sú að karlmaðurinn myndi aldrei sinna húsverkunum ef konan væri ekki að borða súkkulaði? Á hvaða tíma lifum við eiginlega!? Ég veit ekki betur en að á vel flestum nútímaheimilum sé heimilisstörfunum skipt jafnt á milli konunnar og karlsins. Það er náttúrulega algjör fásinna að gera svona auglýsingar nú til dags. Við búum ekki í torfbæjum lengur. Svona mætti lengi telja. Karlmenn eru allir feitir, heimskir, fúlir lúðar sem gera ekkert rétt á meðan konur eru kúgaðar, röflandi, flottar, sætar og sinna öllum "kvennastörfunum" á heimilinu sem og í vinnunni. Er einhver furða að jafnréttisbaráttan gangi ekki hraðar þegar þetta er fyrir framan andlitin á okkur á hverjum einasta degi? Sem betur fer eru staðalímyndir ekki gegnumgangandi í auglýsingabransanum og margar auglýsingar sýna venjulegt fólk í daglegu lífi, laust við gamaldags viðmið og hlutverk. En það er ekki nóg að það séu margar auglýsingar þannig. Þær eiga allar að vera þannig. Alveg eins og það eiga ekki bara sumar konur að vera með jafnhá laun og karlkyns starfsfélagar þeirra heldur allar. Til að það megi gerast verður hugarfarið í þjóðfélaginu að breytast því þótt sumum finnist auglýsingar ekki skipta neinu máli þá prenta þær samt ímyndir inn í huga fólks sem veit ekki betur. Margt smátt gerir eitt stórt. Lilja Katrín Gunnarsdóttir - lilja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Jafnrétti er alltaf í brennidepli og verður alltaf í brennidepli þangað til það næst. Framfarir hafa orðið hraðar á ýmsum sviðum hvað varðar menntun og vinnumarkaðinn en í fjölmiðlum og skemmtanaiðnaðum virðist því miður vera um afturför að ræða. Staðalímyndir í auglýsingum til dæmis eru gjörsamlega óþolandi. Nissan Micra auglýsingin fer sérstaklega í taugarnar á mér. Þar sést ung, grönn og fönguleg kona keyra í átt að stæði á "konubílnum" Nissan Micru. Í sömu andrá er stór, ruddalegur, feitur og fýldur karl að keyra í átt að sama stæði á stórum jeppa. Hver eru skilaboðin í þessari auglýsingu ég bara spyr? Af hverju í ósköpunum er karlinn ekki í Micrunni og konan á jeppanum? Af hverju þarf karlinn í jeppanum að vera svona fúll og stór og af hverju er konan svona sæt og fín? Og af hverju þarf að markaðssetja suma bíla sem konubíla og suma bíla sem karlabíla? Snúast bílakaup ekki um að kaupa besta bílinn með bestu gæðin? Ég þekki allavega engan sem kaupir bíl eftir kyni. Konur hafa farið mikinn um staðalímyndir sem sýndar eru af þeim í sjónvarpi en karlar ættu ekki síður að vera óánægðir með þær staðalímyndir sem þeir þurfa að þola í auglýsingum. Svo ekki sé minnst á blessuðu sjónvarpsþættina sem fjalla allir um heimska, feita karlmenn sem geta ekki gert neitt rétt. Á meðan er konan náttúrulega alltaf röflandi enda gerum við konur ekkert annað í lífinu - ekki satt? Svo ekki sé minnst á að konan er yfirleitt heimavinnandi þó hún sé vel menntuð. Frábær skilaboð. Klapp, klapp. Lítum aðeins á Nissa súkkulaðiauglýsingarnar. Í einni af þeim situr maður inni á skrifstofu hjá yfirmanni sínum að borða Nissa. Út af súkkulaðinu býður yfirmaðurinn honum gull og græna skóga; kauphækkun, nýjan bíl og nýjan einkaritara. Og viti menn. Auðvitað er það dýrindis falleg kona sem gengur í "slow motion" inn á skrifstofuna á meðan hún losar teygjuna úr hárinu og sveiflar því til og frá eins og í verstu klámmynd. Ég vil bara ekki trúa að Íslendingar séu svo heimskir að kaupa súkkulaði út af þessari heimskulegu auglýsingu. Svo ekki sé minnst á auglýsinguna í brúðkaupinu þar sem brúðguminn lofar að sinna húsverkunum og brúðurin er alltof upptekin að borða Nissa súkkulaði. Eru skilaboðin sú að karlmaðurinn myndi aldrei sinna húsverkunum ef konan væri ekki að borða súkkulaði? Á hvaða tíma lifum við eiginlega!? Ég veit ekki betur en að á vel flestum nútímaheimilum sé heimilisstörfunum skipt jafnt á milli konunnar og karlsins. Það er náttúrulega algjör fásinna að gera svona auglýsingar nú til dags. Við búum ekki í torfbæjum lengur. Svona mætti lengi telja. Karlmenn eru allir feitir, heimskir, fúlir lúðar sem gera ekkert rétt á meðan konur eru kúgaðar, röflandi, flottar, sætar og sinna öllum "kvennastörfunum" á heimilinu sem og í vinnunni. Er einhver furða að jafnréttisbaráttan gangi ekki hraðar þegar þetta er fyrir framan andlitin á okkur á hverjum einasta degi? Sem betur fer eru staðalímyndir ekki gegnumgangandi í auglýsingabransanum og margar auglýsingar sýna venjulegt fólk í daglegu lífi, laust við gamaldags viðmið og hlutverk. En það er ekki nóg að það séu margar auglýsingar þannig. Þær eiga allar að vera þannig. Alveg eins og það eiga ekki bara sumar konur að vera með jafnhá laun og karlkyns starfsfélagar þeirra heldur allar. Til að það megi gerast verður hugarfarið í þjóðfélaginu að breytast því þótt sumum finnist auglýsingar ekki skipta neinu máli þá prenta þær samt ímyndir inn í huga fólks sem veit ekki betur. Margt smátt gerir eitt stórt. Lilja Katrín Gunnarsdóttir - lilja@frettabladid.is
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar