Versta hugmynd allra tíma…? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 23. apríl 2020 13:00 „Þetta er einhver versta hugmynd sem ég heyrt“. Þetta sagði formaður Sjálfstæðisflokksins í andsvari við mig á Alþingi í vikunni þegar ég stakk upp á því að við ættum að fjölga hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, kennurum, skólaliðum, lögreglumönnum, barnaverndarfólki, sálfræðingum, sjúkraþjálfurum, vísindamönnum og fleirum opinberum starfsmönnum. Það er góð hugmyndafræði og góð hagfræði að fjölga opinberum störfum, ekki síst í núverandi ástandi. Ég er ekki einn um þá skoðun. Það fannst Keynes líka, þekktasta hagfræðingi 20. aldar. Og ekki hafði Roosevelt, forseti Bandaríkjanna, heyrt frá Engeyingum fyrir næstum hundrað árum að þetta væri versta hugmynd sem hægt væri að hugsa sér til að bregðast við atvinnuleysi, þegar Roosevelt fjölgaði m.a. einmitt opinberum starfsmönnum til að bregðast við kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Nú stefnir í að fjórða hvern Íslending vanti meiri vinnu og aldrei hefur sá fjöldi verið jafnmikill. Auðvitað þarf líka að fjölga og verja störf í einkageiranum. En fjölgun opinberra starfa er á valdi stjórnvalda sem þau kjósa að gera ekki og tala jafnvel um sem „verstu hugmynd“ allra tíma. Gott og vel. Það er ágætt fyrir opinbera starfsmenn að sjá þessa afstöðu yfirmanns þeirra til opinberra starfsmanna. Þessi ummæli endurspegla vel tortryggni Bjarna Benediktssonar gagnvart opinberum starfsmönnum. Hvað gerir eiginlega opinber starfsmaður? Það er ágætt að rifja upp hvað opinber starfsmaður gerir fyrir Bjarna Ben og alla Bjarna og Birnur þessa lands. Það er opinber starfsmaður sem tekur á móti þér þegar þú fæðist. Það er opinber starfsmaður sem kennir börnunum þínum. Það er opinber starfsmaður sem sér um þarfir fatlaðra og eldri borgara. Það er opinber starfsmaður sem er í framlínunni gegn heimsfaraldri. Það er líka opinber starfsmaður sem rannsakar jarðfræði Íslands, vaktar snjóflóðahættu, leggur vegina sem þú keyrir, sígur úr þyrlu til að bjarga sjómanni, greiðir þér áunnar bætur og kemur í veg fyrir að á þér sé brotið sem neytenda en líka sem manneskju. Loks er það opinber starfsmaður sem hjúkrar þér á dánarbeði þínu. Einkageirinn reiðir sig á opinbera starfsmenn Bjarni Benediktsson talaði líka um að verðmætasköpunin eigi sér fyrst og fremst stað í einkageiranum. Það er einfaldlega rangt. Það er eins og sumir hægri menn átti sig ekki á að opinberir starfsmenn skapa einnig mjög mikil verðmæti og greiða skatta. Það er ekki síst vegna tilstilli opinberra starfsmanna að stór hluti af verðmætasköpun einkageirans getur átt sér stað. Einkafyrirtæki reiða sig á að opinberir starfsmenn kenni verðandi starfsmönnum einkageirans, hjúkri starfsmönnum þeirra og komi þeim aftur til vinnu í einkageiranum, byggi upp fjarskiptakerfi og samgönguæðar sem einkageirinn reiðir sig, haldi uppi röð og reglu, verndi eignarrétt einkafyrirtækja, framfylgi samkeppnislögum svo hinn stóri svíni ekki á hinum smáa, geri fríverslunarsamninga sem einkageirinn nýtir sér og svona mætti lengi telja. Við eigum ekki að sætta okkur endalaust við að hið opinbera kerfi og starfsmenn þess séu talaðir niður af stjórnmálamönnum, eins og Bjarni Benediktsson og fleiri sjálfstæðismenn gera. Þegar neyðin er mest hvert er leitað? Það er ekki síst á tímum neyðarástands, þegar einmitt skoðanabræður fjármálaráðherrans til hægri leita í faðm ríkisins og vilja aðstoð frá hinum opinberum starfsmönnum. Sumir hægri menn vilja líka haga hlutum þannig að þeir geti greitt sér arð fyrir að veita almenningi nauðsynlega þjónustu sem ríkið á síðan að borga fyrir. Þeir biðja um skattlækkanir sér til handa, en ekki fyrir fólkið sem starfar hjá þeim. Kjarni málsins er þessi. Það er bæði samfélagslega og efnahagslega miklu skynsamlegri leið að fólk sé með atvinnu en á atvinnuleysisbótum. Við getum og eigum að fjölga opinberum störfum á sama tíma og við bætum þjónustuna við okkur sjálf, hvort sem það er aukin heilbrigðis- eða félagsþjónusta, bætt menntun, nýsköpun og löggæsla eða hvað eina sem við reiðum okkur á. Við megum ekki og eigum ekki að láta hægri kreddu ráða hér ríkjum því hún er bæði óskynsamleg og kostnaðarsöm. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
„Þetta er einhver versta hugmynd sem ég heyrt“. Þetta sagði formaður Sjálfstæðisflokksins í andsvari við mig á Alþingi í vikunni þegar ég stakk upp á því að við ættum að fjölga hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, kennurum, skólaliðum, lögreglumönnum, barnaverndarfólki, sálfræðingum, sjúkraþjálfurum, vísindamönnum og fleirum opinberum starfsmönnum. Það er góð hugmyndafræði og góð hagfræði að fjölga opinberum störfum, ekki síst í núverandi ástandi. Ég er ekki einn um þá skoðun. Það fannst Keynes líka, þekktasta hagfræðingi 20. aldar. Og ekki hafði Roosevelt, forseti Bandaríkjanna, heyrt frá Engeyingum fyrir næstum hundrað árum að þetta væri versta hugmynd sem hægt væri að hugsa sér til að bregðast við atvinnuleysi, þegar Roosevelt fjölgaði m.a. einmitt opinberum starfsmönnum til að bregðast við kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Nú stefnir í að fjórða hvern Íslending vanti meiri vinnu og aldrei hefur sá fjöldi verið jafnmikill. Auðvitað þarf líka að fjölga og verja störf í einkageiranum. En fjölgun opinberra starfa er á valdi stjórnvalda sem þau kjósa að gera ekki og tala jafnvel um sem „verstu hugmynd“ allra tíma. Gott og vel. Það er ágætt fyrir opinbera starfsmenn að sjá þessa afstöðu yfirmanns þeirra til opinberra starfsmanna. Þessi ummæli endurspegla vel tortryggni Bjarna Benediktssonar gagnvart opinberum starfsmönnum. Hvað gerir eiginlega opinber starfsmaður? Það er ágætt að rifja upp hvað opinber starfsmaður gerir fyrir Bjarna Ben og alla Bjarna og Birnur þessa lands. Það er opinber starfsmaður sem tekur á móti þér þegar þú fæðist. Það er opinber starfsmaður sem kennir börnunum þínum. Það er opinber starfsmaður sem sér um þarfir fatlaðra og eldri borgara. Það er opinber starfsmaður sem er í framlínunni gegn heimsfaraldri. Það er líka opinber starfsmaður sem rannsakar jarðfræði Íslands, vaktar snjóflóðahættu, leggur vegina sem þú keyrir, sígur úr þyrlu til að bjarga sjómanni, greiðir þér áunnar bætur og kemur í veg fyrir að á þér sé brotið sem neytenda en líka sem manneskju. Loks er það opinber starfsmaður sem hjúkrar þér á dánarbeði þínu. Einkageirinn reiðir sig á opinbera starfsmenn Bjarni Benediktsson talaði líka um að verðmætasköpunin eigi sér fyrst og fremst stað í einkageiranum. Það er einfaldlega rangt. Það er eins og sumir hægri menn átti sig ekki á að opinberir starfsmenn skapa einnig mjög mikil verðmæti og greiða skatta. Það er ekki síst vegna tilstilli opinberra starfsmanna að stór hluti af verðmætasköpun einkageirans getur átt sér stað. Einkafyrirtæki reiða sig á að opinberir starfsmenn kenni verðandi starfsmönnum einkageirans, hjúkri starfsmönnum þeirra og komi þeim aftur til vinnu í einkageiranum, byggi upp fjarskiptakerfi og samgönguæðar sem einkageirinn reiðir sig, haldi uppi röð og reglu, verndi eignarrétt einkafyrirtækja, framfylgi samkeppnislögum svo hinn stóri svíni ekki á hinum smáa, geri fríverslunarsamninga sem einkageirinn nýtir sér og svona mætti lengi telja. Við eigum ekki að sætta okkur endalaust við að hið opinbera kerfi og starfsmenn þess séu talaðir niður af stjórnmálamönnum, eins og Bjarni Benediktsson og fleiri sjálfstæðismenn gera. Þegar neyðin er mest hvert er leitað? Það er ekki síst á tímum neyðarástands, þegar einmitt skoðanabræður fjármálaráðherrans til hægri leita í faðm ríkisins og vilja aðstoð frá hinum opinberum starfsmönnum. Sumir hægri menn vilja líka haga hlutum þannig að þeir geti greitt sér arð fyrir að veita almenningi nauðsynlega þjónustu sem ríkið á síðan að borga fyrir. Þeir biðja um skattlækkanir sér til handa, en ekki fyrir fólkið sem starfar hjá þeim. Kjarni málsins er þessi. Það er bæði samfélagslega og efnahagslega miklu skynsamlegri leið að fólk sé með atvinnu en á atvinnuleysisbótum. Við getum og eigum að fjölga opinberum störfum á sama tíma og við bætum þjónustuna við okkur sjálf, hvort sem það er aukin heilbrigðis- eða félagsþjónusta, bætt menntun, nýsköpun og löggæsla eða hvað eina sem við reiðum okkur á. Við megum ekki og eigum ekki að láta hægri kreddu ráða hér ríkjum því hún er bæði óskynsamleg og kostnaðarsöm. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar