Þrír sem voru ekki í 20 manna hópnum fara allir á HM eftir allt saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2019 15:38 Teitur Örn Einarsson kemur óvænt inn í HM-hópinn. MyndFacebook-síða HSÍ Þegar þeir héldu upp á jólin fyrir aðeins rúmum tveimur vikum þá voru Ágúst Elí Björgvinsson, Bjarki Már Elísson og Teitur Örn Einarsson ekkert á leiðinni á HM í Þýskalandi. Það hefur aftur á móti margt breyst á mjög stuttum tíma. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson segist aldrei hafa lent í öðru eins og í lokaundirbúningi íslenska karlalandsliðsins fyrir HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. Hann varð að gera margar breytingar á lokasprettinum þar á meðal tvær á sama degi og hann tilkynnti liðið. Guðmundur valdi tuttugu manna hóp á milli jóla og nýárs eftir að hafa þurft að skila inn 28 manna lista fyrr í desember. Það bjuggust flestir við því að þeir sem voru ekki á þessum lista væri ekki á leiðinni á HM í janúar. Meðal þeirra voru markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson, vinstri hornamaðurinn Bjarki Már Elísson og hægri skyttan Teitur Örn Einarsson. Meiðsli þriggja manna urðu þessa valdandi að þeir Ágúst, Bjarki og Teitur fara allir með. Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson og vinstri hornamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson eru báðir meiddir og leikfærir og þá hefur Rúnar Kárason ekki náð sér á strik eftir kálfameiðsli. „Adragandinn hefur verið mjög sérstakur og ég hef þurft að gera breytingar með mjög skömmum fyrirvara. En það þýðir ekkert að velta því fyrir sér. það er mikil blóðtaka að missa Guðjón Val, en þetta er staðan því miður. Eigum tvo leikmenn í þeirri stöðu til að leysa hann af. Þetta er bara staðan,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfariþ. „Ég er spenntur að fara með þetta unga lið á HM. Sagði þegar ég tók við, að við værum að fara af stað í vegferð, að byggja upp nýtt lið. Það þýðir að það verða miklar breytingar á liðinu, það er að eiga sér stað núna, eins og sjá má á nöfnum og aldri leikmanna,“ sagði Guðmundur. „Aron Rafn hefur verið að glíma við meiðsli í nára og kviðslitsvandamál. Niðurstaðan var sú að það væri of áhættusamt að láta hann taka þátt í mótinu, getur meiðst í fyrsta leik og þá þarf hann að fara í stóra aðgerð. Þess vegna kemur Ágúst Elí inn í hópinn,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundinum. Aron Pálmarsson tekur við fyrirliðabandinu af Guðjóni Val. „Ég er spenntur fyrir því. Ég er aðeins búinn að melta þetta í stuttan tíma því Gaui meiddist fyrir 90 mínútum. Ég hef verið fyrirliði áður, er spenntur og stoltur. Hlakka til að takast á við það,“ sagði Aron. Ágúst Elí Björgvinsson og Bjarki Már Elísson voru kallaðir inn í hópinn fyrir æfingamótið í Noregi en Teitur Örn Einarsson mætti á sína fyrstu æfingu í þessari viku. Nú eru þeir þrír allir á leiðinni á HM.Tuttugu manna æfingahópur Guðmundar Guðmundssonar:Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson (Ekki valinn - meiddur) Björgvin Páll GústavssonVinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson (Ekki valinn - meiddur) Stefán Rafn SigurmannssonVinstri skytta: Aron Pálmarsson Ólafur GuðmundssonMiðja: Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir Kristjánsson Haukur Þrastarson Janus Daði Smárason (Ekki valinn)Hægri skytta: Arnar Birkir Hálfdánason (Ekki valinn) Ómar Ingi Magnússon Rúnar Kárason (Ekki valinn)Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson Sigvaldi GuðjónssonLína: Arnar Freyr Arnarsson Ágúst Birgisson (Ekki valinn) Ýmis Örn GíslasonVarnarmenn: Daníel Þór Ingason Ólafur GústafssonLeikmenn sem voru ekki í tuttugu manna hópnum: Ágúst Elí Björgvinsson Bjarki Már Elísson Teitur Örn Einarsson HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Bakslag hjá Guðjón Val á æfingu í dag og HM úr sögunni: „Mikil blóðtaka fyrir okkur“ Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót án Guðjón Vals Sigurðssonar síðan að liðið fór á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón Valur átti að fara á HM en það kom í ljós í dag að hann er ekki leikfær. 8. janúar 2019 15:20 Bein útsending og textalýsing: Guðmundur tilkynnir HM-hópinn Strákarnir okkar halda áleiðis til Þýskalands á morgun til þess að spila á HM. Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag hverjir verða með í för. 8. janúar 2019 15:30 Hverjir hljóta náð fyrir augum Guðmundar? Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnir á eftir hvaða leikmenn fara á HM í Þýskalandi á morgun. Vísir rýnir í möguleika leikmanna á sæti í hópnum. 8. janúar 2019 12:00 Guðmundur fer með 17 á HM: Guðjón Valur ekki með og Haukur verður sautjándi maður Guðmundur Guðmundsson kom mikið á óvart með vali sínu á HM-hópnum en stærstu fréttirnar eru að Guðjón Valur Sigurðsson er meiddur og missir af fyrsta stórmótinu síðan á síðustu öld. 8. janúar 2019 15:15 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira
Þegar þeir héldu upp á jólin fyrir aðeins rúmum tveimur vikum þá voru Ágúst Elí Björgvinsson, Bjarki Már Elísson og Teitur Örn Einarsson ekkert á leiðinni á HM í Þýskalandi. Það hefur aftur á móti margt breyst á mjög stuttum tíma. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson segist aldrei hafa lent í öðru eins og í lokaundirbúningi íslenska karlalandsliðsins fyrir HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. Hann varð að gera margar breytingar á lokasprettinum þar á meðal tvær á sama degi og hann tilkynnti liðið. Guðmundur valdi tuttugu manna hóp á milli jóla og nýárs eftir að hafa þurft að skila inn 28 manna lista fyrr í desember. Það bjuggust flestir við því að þeir sem voru ekki á þessum lista væri ekki á leiðinni á HM í janúar. Meðal þeirra voru markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson, vinstri hornamaðurinn Bjarki Már Elísson og hægri skyttan Teitur Örn Einarsson. Meiðsli þriggja manna urðu þessa valdandi að þeir Ágúst, Bjarki og Teitur fara allir með. Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson og vinstri hornamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson eru báðir meiddir og leikfærir og þá hefur Rúnar Kárason ekki náð sér á strik eftir kálfameiðsli. „Adragandinn hefur verið mjög sérstakur og ég hef þurft að gera breytingar með mjög skömmum fyrirvara. En það þýðir ekkert að velta því fyrir sér. það er mikil blóðtaka að missa Guðjón Val, en þetta er staðan því miður. Eigum tvo leikmenn í þeirri stöðu til að leysa hann af. Þetta er bara staðan,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfariþ. „Ég er spenntur að fara með þetta unga lið á HM. Sagði þegar ég tók við, að við værum að fara af stað í vegferð, að byggja upp nýtt lið. Það þýðir að það verða miklar breytingar á liðinu, það er að eiga sér stað núna, eins og sjá má á nöfnum og aldri leikmanna,“ sagði Guðmundur. „Aron Rafn hefur verið að glíma við meiðsli í nára og kviðslitsvandamál. Niðurstaðan var sú að það væri of áhættusamt að láta hann taka þátt í mótinu, getur meiðst í fyrsta leik og þá þarf hann að fara í stóra aðgerð. Þess vegna kemur Ágúst Elí inn í hópinn,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundinum. Aron Pálmarsson tekur við fyrirliðabandinu af Guðjóni Val. „Ég er spenntur fyrir því. Ég er aðeins búinn að melta þetta í stuttan tíma því Gaui meiddist fyrir 90 mínútum. Ég hef verið fyrirliði áður, er spenntur og stoltur. Hlakka til að takast á við það,“ sagði Aron. Ágúst Elí Björgvinsson og Bjarki Már Elísson voru kallaðir inn í hópinn fyrir æfingamótið í Noregi en Teitur Örn Einarsson mætti á sína fyrstu æfingu í þessari viku. Nú eru þeir þrír allir á leiðinni á HM.Tuttugu manna æfingahópur Guðmundar Guðmundssonar:Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson (Ekki valinn - meiddur) Björgvin Páll GústavssonVinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson (Ekki valinn - meiddur) Stefán Rafn SigurmannssonVinstri skytta: Aron Pálmarsson Ólafur GuðmundssonMiðja: Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir Kristjánsson Haukur Þrastarson Janus Daði Smárason (Ekki valinn)Hægri skytta: Arnar Birkir Hálfdánason (Ekki valinn) Ómar Ingi Magnússon Rúnar Kárason (Ekki valinn)Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson Sigvaldi GuðjónssonLína: Arnar Freyr Arnarsson Ágúst Birgisson (Ekki valinn) Ýmis Örn GíslasonVarnarmenn: Daníel Þór Ingason Ólafur GústafssonLeikmenn sem voru ekki í tuttugu manna hópnum: Ágúst Elí Björgvinsson Bjarki Már Elísson Teitur Örn Einarsson
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Bakslag hjá Guðjón Val á æfingu í dag og HM úr sögunni: „Mikil blóðtaka fyrir okkur“ Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót án Guðjón Vals Sigurðssonar síðan að liðið fór á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón Valur átti að fara á HM en það kom í ljós í dag að hann er ekki leikfær. 8. janúar 2019 15:20 Bein útsending og textalýsing: Guðmundur tilkynnir HM-hópinn Strákarnir okkar halda áleiðis til Þýskalands á morgun til þess að spila á HM. Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag hverjir verða með í för. 8. janúar 2019 15:30 Hverjir hljóta náð fyrir augum Guðmundar? Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnir á eftir hvaða leikmenn fara á HM í Þýskalandi á morgun. Vísir rýnir í möguleika leikmanna á sæti í hópnum. 8. janúar 2019 12:00 Guðmundur fer með 17 á HM: Guðjón Valur ekki með og Haukur verður sautjándi maður Guðmundur Guðmundsson kom mikið á óvart með vali sínu á HM-hópnum en stærstu fréttirnar eru að Guðjón Valur Sigurðsson er meiddur og missir af fyrsta stórmótinu síðan á síðustu öld. 8. janúar 2019 15:15 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira
Bakslag hjá Guðjón Val á æfingu í dag og HM úr sögunni: „Mikil blóðtaka fyrir okkur“ Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót án Guðjón Vals Sigurðssonar síðan að liðið fór á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón Valur átti að fara á HM en það kom í ljós í dag að hann er ekki leikfær. 8. janúar 2019 15:20
Bein útsending og textalýsing: Guðmundur tilkynnir HM-hópinn Strákarnir okkar halda áleiðis til Þýskalands á morgun til þess að spila á HM. Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag hverjir verða með í för. 8. janúar 2019 15:30
Hverjir hljóta náð fyrir augum Guðmundar? Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnir á eftir hvaða leikmenn fara á HM í Þýskalandi á morgun. Vísir rýnir í möguleika leikmanna á sæti í hópnum. 8. janúar 2019 12:00
Guðmundur fer með 17 á HM: Guðjón Valur ekki með og Haukur verður sautjándi maður Guðmundur Guðmundsson kom mikið á óvart með vali sínu á HM-hópnum en stærstu fréttirnar eru að Guðjón Valur Sigurðsson er meiddur og missir af fyrsta stórmótinu síðan á síðustu öld. 8. janúar 2019 15:15