Töggur í Sears þrátt fyrir orðróma um gjaldþrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. janúar 2019 15:42 Sears hefur lokað rúmlega helmingi verslana sinna á síðustu mánuðum. Getty/Spencer Platt Svo virðist sem bandaríska smásölukeðjan Sears, sem eitt sinn sett svip sinn á allar helstu verslunarmiðstöðvar í Bandaríkjunum, verði tekin til gjaldþrotaskipta ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Fyrirtækið virðist þó ekki vera búið að leggja árar í bát ef marka má yfirlýsingar Sears á samfélagsmiðlum. Fjárhagur keðjunnar hefur versnað hratt undanfarin ár, samhliða aukinni netverslun og breyttri hegðun neytenda, og gat hún ekki staðið í skilum með skuldir sem voru á gjalddaga í október síðastliðnum. Í því samhengi er nefnt að Sears hafi síðast skilað hagnaði árið 2010. Sáu stjórnendur Sears því fátt annað í stöðunni en að fara fram á greiðslustöðvun í október og lýsa því yfir að um helmingi verslana keðjunnar, eða rúmlega 400, yrði lokað fyrir nýliðin áramót. Forstjóri Sears lagði fram yfirtökutilboð upp á 4,4 milljarða dala, rúmlega 520 milljarða króna, með það fyrir augum að bjarga rekstrinum en ráðgjöfum keðjunnar þótti tilboðið ófullnægjandi. Smásölusérfræðingar telja að þrátt fyrir að Sears verði tekið til gjaldþrotaskipta, sem hefur þó ekki enn verið staðfest, er ekki útilokað að hægt verði að halda lífi í einhverjum deildum keðjunnar. Það myndi koma í veg fyrir að allir 50 þúsund starfsmenn Sears myndu missa vinnuna á einu bretti. Engu að síður myndu gjaldþrotaskiptin marka sorgleg endalok á 126 ára sögu Sears, sem fram til ársins 1989 var stærsta smásölukeðja Bandaríkjanna. Sem fyrr segir er þó ekkert staðfest í þessum efnum enn sem komið er. Til að mynda er engan bilbug á samfélagsmiðlateymi Sears að finna, sem skrifaði á Twitter í gær að þrátt fyrir að búið væri að hægjast á þeim ætti ekki að afskrifa þau strax. We would say that as well, but we are Marathon Runners, and we are still running. We may be slowing down, but we are not out of the race just yet. Don't count us completely out. Happy Shopping! -SMT— Sears (@Sears) January 7, 2019 Bandaríkin Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Svo virðist sem bandaríska smásölukeðjan Sears, sem eitt sinn sett svip sinn á allar helstu verslunarmiðstöðvar í Bandaríkjunum, verði tekin til gjaldþrotaskipta ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Fyrirtækið virðist þó ekki vera búið að leggja árar í bát ef marka má yfirlýsingar Sears á samfélagsmiðlum. Fjárhagur keðjunnar hefur versnað hratt undanfarin ár, samhliða aukinni netverslun og breyttri hegðun neytenda, og gat hún ekki staðið í skilum með skuldir sem voru á gjalddaga í október síðastliðnum. Í því samhengi er nefnt að Sears hafi síðast skilað hagnaði árið 2010. Sáu stjórnendur Sears því fátt annað í stöðunni en að fara fram á greiðslustöðvun í október og lýsa því yfir að um helmingi verslana keðjunnar, eða rúmlega 400, yrði lokað fyrir nýliðin áramót. Forstjóri Sears lagði fram yfirtökutilboð upp á 4,4 milljarða dala, rúmlega 520 milljarða króna, með það fyrir augum að bjarga rekstrinum en ráðgjöfum keðjunnar þótti tilboðið ófullnægjandi. Smásölusérfræðingar telja að þrátt fyrir að Sears verði tekið til gjaldþrotaskipta, sem hefur þó ekki enn verið staðfest, er ekki útilokað að hægt verði að halda lífi í einhverjum deildum keðjunnar. Það myndi koma í veg fyrir að allir 50 þúsund starfsmenn Sears myndu missa vinnuna á einu bretti. Engu að síður myndu gjaldþrotaskiptin marka sorgleg endalok á 126 ára sögu Sears, sem fram til ársins 1989 var stærsta smásölukeðja Bandaríkjanna. Sem fyrr segir er þó ekkert staðfest í þessum efnum enn sem komið er. Til að mynda er engan bilbug á samfélagsmiðlateymi Sears að finna, sem skrifaði á Twitter í gær að þrátt fyrir að búið væri að hægjast á þeim ætti ekki að afskrifa þau strax. We would say that as well, but we are Marathon Runners, and we are still running. We may be slowing down, but we are not out of the race just yet. Don't count us completely out. Happy Shopping! -SMT— Sears (@Sears) January 7, 2019
Bandaríkin Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira