Ferðaþjónustan riðar til falls Tryggvi Jarl Sveinsson skrifar 23. apríl 2020 17:15 Á dögunum birti ríkisstjórnin aðgerðarpakka 2 sem hafði vissulega margar góðar hliðar. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá að heilbrigðisstarfsmenn koma til með að fá bónusgreiðslu fyrir sín störf á þessum erfiðu tímum. Einnig var ánægjulegt að sjá að þeir aðilar sem voru skyldugir til þess að loka sínum rekstri á meðan á samkomubanni stóð verði boðin sérstök fjáraðstoð. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvaða frekari fjáraðstoð verði boðin þeim fyrirtækjum sem sjá ekki enn fyrir endann á algjöru tekjuleysi sínu, þ.e. fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Auðvitað er fyrsta skref í afléttingu samkomubanns í maí góðar fréttir en það kemur ekki til með að létta róðurinn fyrir ferðaþjónustufyrirtæki í landinu. Þau þurfa að horfa talsvert lengra fram í framtíðina til þess að gera sér örlitla von um betri tíma. Ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt til leiks leiðir sem hafa komið fyrirtækjum í ferðaþjónustunni vel. Þar ber sérstaklega að nefna hlutastarfaleiðina, sem öllum hefur boðist. Einnig má nefna aðgerðir eins og lán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja ásamt öðrum frestunum o.s.frv. En er þetta nóg? Fjármálaráðherra komst sjálfur svo að orði að við værum mögulega að fara í gegnum mesta efnahagssamdrátt í 100 ár og einnig nefndi hann að nú þegar eru um 50.000 Íslendingar annað hvort komin í hlutastarfaleiðina eða án atvinnu. Ég velti því fyrir mér hvort aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu nálægt því að vera fullnægjandi í þessu samhengi. Það hve margir nýttu sér hlutastarfaleiðina sýnir hvað þörfin er brýn. Fjármálaráðherra nefndi einnig að fjölmörgum fyrirtækjum verður ekki hægt að bjarga, hjá því verður því miður ekki komist. En hvað er ásættanlegt viðmið hvað þau mál varðar, þ.e. hlutfall þeirra fyrirtækja sem ekki munu komast hjá gjaldþroti? Á síðustu dögum og vikum hafa aðilar úr stórum og öflugum fyrirtækjum í atvinnugreininni lýst yfir verulegum áhyggjum yfir stöðu mála. Það er auðvelt að taka undir þær áhyggjur, óvissan í greininni er algjör. Við erum að tala um eina stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, sem hefur lagt gríðarlega mikið til hagvaxtar á undanförnum árum. Það er ljóst að aðgerðarpakki 2 kemur ekki til móts við þessa aðila að neinu ráði. Ég er sammála mörgum sem lýst hafa vonbrigðum með aðgerðapakka 2 og bjóst ég við mun umfangsmeiri aðgerðum. Brúarlánin, sem eru ekki enn komin í framkvæmd þrátt fyrir að þau hafi verið kynnt fyrir um mánuði, koma eflaust til með að virka fyrir einhverja sem ljóstýra í því kolniðamyrkri sem greinin stendur frammi fyrir. Þó munu eflaust og skiljanlega margir koma til með að hugsa sig vel um áður en þeir skuldsetja sig, sem neyðarlausn við tekjuleysi, fram yfir öll velsæmismörk og halda áfram út í óvissuna. Það er ljóst að það þarf frekari aðgerðir og það sem fyrst ef ekki á allt að fara á versta veg, en hvaða aðgerðir koma til greina? Eflaust væri hægt að telja upp margt en nefna má eftirfarandi dæmi til umhugsunar. Komið verður til móts við kostnað fyrirtækja vegna uppsagnarfrests. Hlutastarfaleiðin yrði framlengd og færð niður í 0% og ráðningarsamband haldi. Boðið verði upp á beina styrki til fyrirtækja. Þessar aðgerðir þyrfti auðvitað að útlista betur með viðeigandi forsendum. Það hafa nú þegar þjóðir í kringum okkur farið þá leið að bjóða upp á ofangreindar aðgerðir, án þess að hér sé farið dýpra í þau mál. Fordæmin eru til staðar fyrir framan okkur. Við þurfum einungis að aðlaga þessar aðgerðir lítillega að íslenskum veruleika. Þetta eru vissulega verulega róttækar aðgerðir sem ég lista upp hér að ofan en það er ekki fram hjá því litið að atvinnugreinin riðar til falls, með öllum þeim afleiðingum sem það hefur fyrir þjóðarbúið, svo ekki sé talað um allt það fólk sem missir lífsviðurværi sitt. Það er nú þegar fullljóst að ríkisstjórnin stendur frammi fyrir verulegum kostnaði. Hvort sem kostnaðurinn felist beint í þessum róttæku aðgerðum eða óbeint við engum frekari aðgerðum af þeim skyndilega skell sem af myndi hljótast (í formi atvinnuleysisbóta og dýpri efnahagslegri niðursveiflu o.s.frv.). Hér er einnig vert að minnast á alla þá þekkingu og sérfræðikunnáttu sem færi forgörðum ásamt þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í greininni undanfarin ár. Ég vona að ríkisstjórnin sé að skoða þessar aðgerðir ítarlega og taki sérstaklega mið af þeim í aðgerðarpakka 3 sem verður vonandi kynntur sem allra fyrst. Að lokum vil ég undirstrika mikilvægi atvinnugreinarinnar með því að vitna í orð Jóhannesar Þórs, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það hve vel Ísland nær að koma sér aftur á fætur eftir efnahagslægðina velti á því hversu vel ferðaþjónustan muni standa í lok hennar.“ Höfundur er fjármálastjóri Eskimos Iceland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum birti ríkisstjórnin aðgerðarpakka 2 sem hafði vissulega margar góðar hliðar. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá að heilbrigðisstarfsmenn koma til með að fá bónusgreiðslu fyrir sín störf á þessum erfiðu tímum. Einnig var ánægjulegt að sjá að þeir aðilar sem voru skyldugir til þess að loka sínum rekstri á meðan á samkomubanni stóð verði boðin sérstök fjáraðstoð. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvaða frekari fjáraðstoð verði boðin þeim fyrirtækjum sem sjá ekki enn fyrir endann á algjöru tekjuleysi sínu, þ.e. fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Auðvitað er fyrsta skref í afléttingu samkomubanns í maí góðar fréttir en það kemur ekki til með að létta róðurinn fyrir ferðaþjónustufyrirtæki í landinu. Þau þurfa að horfa talsvert lengra fram í framtíðina til þess að gera sér örlitla von um betri tíma. Ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt til leiks leiðir sem hafa komið fyrirtækjum í ferðaþjónustunni vel. Þar ber sérstaklega að nefna hlutastarfaleiðina, sem öllum hefur boðist. Einnig má nefna aðgerðir eins og lán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja ásamt öðrum frestunum o.s.frv. En er þetta nóg? Fjármálaráðherra komst sjálfur svo að orði að við værum mögulega að fara í gegnum mesta efnahagssamdrátt í 100 ár og einnig nefndi hann að nú þegar eru um 50.000 Íslendingar annað hvort komin í hlutastarfaleiðina eða án atvinnu. Ég velti því fyrir mér hvort aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu nálægt því að vera fullnægjandi í þessu samhengi. Það hve margir nýttu sér hlutastarfaleiðina sýnir hvað þörfin er brýn. Fjármálaráðherra nefndi einnig að fjölmörgum fyrirtækjum verður ekki hægt að bjarga, hjá því verður því miður ekki komist. En hvað er ásættanlegt viðmið hvað þau mál varðar, þ.e. hlutfall þeirra fyrirtækja sem ekki munu komast hjá gjaldþroti? Á síðustu dögum og vikum hafa aðilar úr stórum og öflugum fyrirtækjum í atvinnugreininni lýst yfir verulegum áhyggjum yfir stöðu mála. Það er auðvelt að taka undir þær áhyggjur, óvissan í greininni er algjör. Við erum að tala um eina stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, sem hefur lagt gríðarlega mikið til hagvaxtar á undanförnum árum. Það er ljóst að aðgerðarpakki 2 kemur ekki til móts við þessa aðila að neinu ráði. Ég er sammála mörgum sem lýst hafa vonbrigðum með aðgerðapakka 2 og bjóst ég við mun umfangsmeiri aðgerðum. Brúarlánin, sem eru ekki enn komin í framkvæmd þrátt fyrir að þau hafi verið kynnt fyrir um mánuði, koma eflaust til með að virka fyrir einhverja sem ljóstýra í því kolniðamyrkri sem greinin stendur frammi fyrir. Þó munu eflaust og skiljanlega margir koma til með að hugsa sig vel um áður en þeir skuldsetja sig, sem neyðarlausn við tekjuleysi, fram yfir öll velsæmismörk og halda áfram út í óvissuna. Það er ljóst að það þarf frekari aðgerðir og það sem fyrst ef ekki á allt að fara á versta veg, en hvaða aðgerðir koma til greina? Eflaust væri hægt að telja upp margt en nefna má eftirfarandi dæmi til umhugsunar. Komið verður til móts við kostnað fyrirtækja vegna uppsagnarfrests. Hlutastarfaleiðin yrði framlengd og færð niður í 0% og ráðningarsamband haldi. Boðið verði upp á beina styrki til fyrirtækja. Þessar aðgerðir þyrfti auðvitað að útlista betur með viðeigandi forsendum. Það hafa nú þegar þjóðir í kringum okkur farið þá leið að bjóða upp á ofangreindar aðgerðir, án þess að hér sé farið dýpra í þau mál. Fordæmin eru til staðar fyrir framan okkur. Við þurfum einungis að aðlaga þessar aðgerðir lítillega að íslenskum veruleika. Þetta eru vissulega verulega róttækar aðgerðir sem ég lista upp hér að ofan en það er ekki fram hjá því litið að atvinnugreinin riðar til falls, með öllum þeim afleiðingum sem það hefur fyrir þjóðarbúið, svo ekki sé talað um allt það fólk sem missir lífsviðurværi sitt. Það er nú þegar fullljóst að ríkisstjórnin stendur frammi fyrir verulegum kostnaði. Hvort sem kostnaðurinn felist beint í þessum róttæku aðgerðum eða óbeint við engum frekari aðgerðum af þeim skyndilega skell sem af myndi hljótast (í formi atvinnuleysisbóta og dýpri efnahagslegri niðursveiflu o.s.frv.). Hér er einnig vert að minnast á alla þá þekkingu og sérfræðikunnáttu sem færi forgörðum ásamt þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í greininni undanfarin ár. Ég vona að ríkisstjórnin sé að skoða þessar aðgerðir ítarlega og taki sérstaklega mið af þeim í aðgerðarpakka 3 sem verður vonandi kynntur sem allra fyrst. Að lokum vil ég undirstrika mikilvægi atvinnugreinarinnar með því að vitna í orð Jóhannesar Þórs, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það hve vel Ísland nær að koma sér aftur á fætur eftir efnahagslægðina velti á því hversu vel ferðaþjónustan muni standa í lok hennar.“ Höfundur er fjármálastjóri Eskimos Iceland
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun