Fjórðungur treystir Hönnu Birnu minnst 29. ágúst 2014 20:00 Traust til ráðherra í ríkisstjórninni mælist ekki mikið samkvæmt nýrri könnun fréttastofu Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Hringt var í 1.056 manns en þarf af náðist í 650 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 28. ágúst. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og svarhlutfall var 61,5%. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Annars vegar var spurt: "Til hvaða ráðherra í ríkisstjórninni berðu mest traust?". Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælist með mest traust eða 11%, en þar á eftir kemur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Athygli vekur að 21% treystir engum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, og 37% eru óákveðin. „Ég man ekki eftir að hafa séð lakari traustyfirlýsingu til ráðherra heldur en hér kemur fram. Þetta er viðvörunarljós til stjórnmálamanna að þeir geti ekki gengið að stuðningi almennings vísum og þeir halda á brothættu eggi sem þeim ber að halda upp á,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Hins vegar var spurt: "Til hvaða ráðherra í ríkisstjórninni berðu minnst traust?". Þar kemur fram að fjórðungur aðspurðra bera minnst traust til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, en þar á eftir kemur forsætisráðherra með 15% og fjármálaráðherra með 8%. 35% aðspurðra eru óákveðin. Er þetta áhyggjuefni fyrir Hönnu Birnu? „Ég myndi segja að þetta væri mikið áhyggjuefni fyrir hana, en ekki bara fyrir hana heldur líka fyrir stjórnarflokkana því að þeir verða auðvitað að passa upp á að þeir hafi traust kjósenda, því vantraust í einum málaflokki yfirfærist yfir á aðra málaflokka. Það kann að skapast andrými í þjóðfélaginu sem að verður ríkisstjórninni erfitt ef að hún passar ekki upp á að halda þessum trúnaðartengslum við kjósendur,“ segir Stefanía. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Traust til ráðherra í ríkisstjórninni mælist ekki mikið samkvæmt nýrri könnun fréttastofu Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Hringt var í 1.056 manns en þarf af náðist í 650 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 28. ágúst. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og svarhlutfall var 61,5%. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Annars vegar var spurt: "Til hvaða ráðherra í ríkisstjórninni berðu mest traust?". Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælist með mest traust eða 11%, en þar á eftir kemur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Athygli vekur að 21% treystir engum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, og 37% eru óákveðin. „Ég man ekki eftir að hafa séð lakari traustyfirlýsingu til ráðherra heldur en hér kemur fram. Þetta er viðvörunarljós til stjórnmálamanna að þeir geti ekki gengið að stuðningi almennings vísum og þeir halda á brothættu eggi sem þeim ber að halda upp á,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Hins vegar var spurt: "Til hvaða ráðherra í ríkisstjórninni berðu minnst traust?". Þar kemur fram að fjórðungur aðspurðra bera minnst traust til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, en þar á eftir kemur forsætisráðherra með 15% og fjármálaráðherra með 8%. 35% aðspurðra eru óákveðin. Er þetta áhyggjuefni fyrir Hönnu Birnu? „Ég myndi segja að þetta væri mikið áhyggjuefni fyrir hana, en ekki bara fyrir hana heldur líka fyrir stjórnarflokkana því að þeir verða auðvitað að passa upp á að þeir hafi traust kjósenda, því vantraust í einum málaflokki yfirfærist yfir á aðra málaflokka. Það kann að skapast andrými í þjóðfélaginu sem að verður ríkisstjórninni erfitt ef að hún passar ekki upp á að halda þessum trúnaðartengslum við kjósendur,“ segir Stefanía.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira