Atvinnuleysi ekki meira síðan í kreppunni miklu Andri Eysteinsson skrifar 23. apríl 2020 17:36 Grímuklædd kona gengur fram hjá einni af þeim fjölmörgu verslunum í Dallas sem hefur verið lokað vegna faraldursins. AP/LM Otero Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur aukist til muna vegna faraldurs kórónuveirunnar. Atvinnuleysi hefur ekki mælst jafnmikið í landinu frá kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. AP greinir frá því að nú sé einn af hverjum sex Bandaríkjamönnum án atvinnu. Yfir 4,4 milljónir manna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku en alls hafa 26 milljónir sótt um bætur á síðustu fimm vikum. Sá fjöldi er meiri en í sex stærstu borgum Bandaríkjanna samanlagt. Atvinnuleysi var mikið um tíu ára skeið eftir hrun í Bandaríkjunum árið 1929 og varð það mest 25%. Yfirvöld vonast eftir því að ástandið núna muni vara skemur en búast þó enn við að bætast muni í þann fjölda sem missa vinnuna á næstu vikum. Vegna samkomu- og útgöngubanna víða um Bandaríkin hafa verksmiðjur og verslanir neyðst til að loka og segja upp starfsfólki sínu. Víða eru borgarar orðnir þreyttir á ástandinu og hefur verið efnt til mótmæla á ýmsum stöðum. Dæmi eru um að ríkisstjórar hafi, þvert á ráðleggingar heilbrigðisyfirvalda, slakað á takmörkunum sem settar hafa verið. Tæplega 850 þúsund manns hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum og eru það um 600 þúsund fleiri tilfelli heldur en á Spáni, þar sem næst flest tilfelli hafa greinst. Alls hafa 46.972 látist af völdum veirunnar og hefur stórborgin New York orðið verst úti en þar hafa 15.074 látist og 263.754 greinst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Sjá meira
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur aukist til muna vegna faraldurs kórónuveirunnar. Atvinnuleysi hefur ekki mælst jafnmikið í landinu frá kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. AP greinir frá því að nú sé einn af hverjum sex Bandaríkjamönnum án atvinnu. Yfir 4,4 milljónir manna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku en alls hafa 26 milljónir sótt um bætur á síðustu fimm vikum. Sá fjöldi er meiri en í sex stærstu borgum Bandaríkjanna samanlagt. Atvinnuleysi var mikið um tíu ára skeið eftir hrun í Bandaríkjunum árið 1929 og varð það mest 25%. Yfirvöld vonast eftir því að ástandið núna muni vara skemur en búast þó enn við að bætast muni í þann fjölda sem missa vinnuna á næstu vikum. Vegna samkomu- og útgöngubanna víða um Bandaríkin hafa verksmiðjur og verslanir neyðst til að loka og segja upp starfsfólki sínu. Víða eru borgarar orðnir þreyttir á ástandinu og hefur verið efnt til mótmæla á ýmsum stöðum. Dæmi eru um að ríkisstjórar hafi, þvert á ráðleggingar heilbrigðisyfirvalda, slakað á takmörkunum sem settar hafa verið. Tæplega 850 þúsund manns hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum og eru það um 600 þúsund fleiri tilfelli heldur en á Spáni, þar sem næst flest tilfelli hafa greinst. Alls hafa 46.972 látist af völdum veirunnar og hefur stórborgin New York orðið verst úti en þar hafa 15.074 látist og 263.754 greinst.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Sjá meira