Lífið

Frakkar hafna ekki of grönnum fyrisætum

Breska fyrirsætan Kate Moss þykir mjög grönn. Frakkarnir munu þó ekki setja það fyrir sig en vilja fræða tískuheiminn um skaðsemi megrunar.
Breska fyrirsætan Kate Moss þykir mjög grönn. Frakkarnir munu þó ekki setja það fyrir sig en vilja fræða tískuheiminn um skaðsemi megrunar. MYND/Getty Images

Frakkar ætla ekki að banna of grönnum fyrirsætum að sýna í París eins og Spánverjar, Ítalir, Brasilíumenn og Indverjar hafa ákveðið. Í staðin ætla Frakkarnir að reyna að gera tískuheiminn meira meðvitaðan um þær hættur sem fylgja því að vera of grannur. Heilbriðgisráðherra Frakklands greindi frá þessu.

Tískuönnuðir, fyrirsætuskrifstofur og aðrir í tískubransanum í Frakklandi hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að hafa of grannar fyrirsætur á snærum sínum. Það auki líkurnar á átröskun meðal ungra kvenna og sé því mikið heilbrigðisvandamál. Það er því vonandi að aukin fræðsla skili sér til tískubransans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.