Körfubolti

LeBron James í varnarúrvalinu

LeBron James hefur stórbætt varnarleikinn
LeBron James hefur stórbætt varnarleikinn AP

Dwight Howard, nýkjörinn varnarmaður ársins í NBA deildinni, fékk flest atkvæði þegar varnarlið deildarinnar var valið.

Auk Howard voru þeir LeBron James hjá Cleveland, Kobe Bryant hjá LA Lakers, Chris Paul hjá New Orleans Hornets og Kevin Garnett frá Boston Celtics í varnarúrvali ársins.

LeBron James hefur til þessa ekki verið þekktur fyrir góðan varnarleik, en hann setti sér það markmið eftir síðasta tímabil að bæta þann leikþátt. Það hefur hann svo sannarlega gert, enda fékk hann næstflest atkvæði í kjörinu.

Það voru þjálfarar í deildinni sem stóðu að valinu á varnarúrvalinu.

Í öðru varnarúrvali deildarinnar voru ef til vill þekktari varnarjaxlar. Shane Battier og Ron Artest hjá Houston, Tim Duncan frá San Antonio, Rajon Rondo frá Boston og Dwyane Wade frá Miami.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×