Innlent

Drauganet til vandræða í heimshöfunum

Fiskinet.
Fiskinet.

Talið er að 640 þúsund tonn af veiðarfærum bætist árlega við þau drauganet, sem fyrir eru í heimshöfunum, en drauganetin halda áfram að fanga fisk, fugl, skjaldbökur og hvali árum saman eftir að þau týnast eða er hent í sjóinn.

Þetta kemur fram í skýrslu sem lögð var fram á ráðstefnu Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem haldin er í Ósló. Meðal aðgerða sem mælt er með, er að greiða fiskimönnum fyrir að koma með ónýt veiðarfæri í land og hafa netin úr efni sem leysist upp eftir tiltekinn tíma í sjó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×