Innlent

Dópbýlið: Martröð leigusalans

Kannabisverksmiðja. Athugið að myndin tengist ekki fréttina beint.
Kannabisverksmiðja. Athugið að myndin tengist ekki fréttina beint.

„Við vorum að reyna selja þessa eign," segir eigandi bónadabýlisins við Berufjörð en lögreglan á Eskifirði fann hátæknivædda kannabisverksmiðju á bóndabýlinu nú í vikunni. Einn maður leigði húsnæðið en samkvæmt eigandanum þá sagðist hann ætla að halda úti ferðaþjónustu á svæðinu.

Lögreglan hafði samband við eigandann í gær en eignin er skráð á eignarhaldsfélag í eigu konu hans. Maðurinn, sem eru endurskoðandi, segir að þeim hjónunum sé verulega brugðið vegna málsins. Þá helst vegna tjónsins sem kannabisræktendurnir hafa valdið á húsnæðinu.

„Mér skilst að það sé búið að rífa niður veggina þarna," segir endurskoðandinn sem er ekki skemmt vegna málsins.

Bærinn hafi verið á sölu síðan í september og fjölmargir skoðað eignina. Síðast skoðuðu áhugasamir kaupendur eignina um helgina. Talið er að þeir hafi gert lögreglu viðvart, í kjölfarið var verksmiðjan upprætt.

Lögreglan er búin að fá uppgefið nafn mannsins sem leigði býlið en endurskoðandinn segist ekkert vita sjálfur hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins.

Hann segir það hræðilegt að lenda í svona löguðu, sérstaklega þegar eignir er skemmdar með þessum hætti.

„Maður fer að spyrja um sakavottorð þegar maður leigir út," segir eigandinn grínlaust sem hefur hingað til ekki lent í sambærilegu máli.

Spurður hvort þetta sé nú ekki það versta sem hann hafi lent í sem leigusali svarar hann: „Þetta er bara martröð".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×