Innlent

Birgitta kjörin þingflokksformaður

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar.
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar.
Birgitta Jónsdóttir var kjörin þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar á fundi þingflokksins í dag. Í kosningunum 25. apríl fékk Borgarahreyfingin 7,2% atkvæða og fjóra þingmenn kjörna.

„Birgitta, sem var starfandi atvinnuleysingi áður en hún var kosin á þing, er fjöllistamaður og skáld með róttæku ívafi," segir í tilkynningu frá Borgarahreyfingunni.

Þá var Þór Saari kjörinn varaformaður þingflokksins á fundinum og Margrét Tryggvadóttir ritari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×