Fréttir

Léttskýjað norðanlands og grunn lægð sunnan til

Andri Eysteinsson skrifar
Capture
Veðurstofan

Hæg austanátt verður með rigningu sunnan til á landinu í dag þar sem að grunn lægð fer austur með suðurströndinni. Léttskýjað verður norðanlands fram á kvöld og verður hiti 5-12 stig á landinu. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Næstu daga er útlit fyrir hæglætisveður, þurrt og bjart með köflum og hiti á bilinu 3-10 stig víðast hvar. Þó má búast við næturfrosti.

Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustanátt 5 til 13 metrar og rigning með köflum. Á morgun, laugardag verður norðaustan 3 til 8 metrar og hiti allt að 12 stigum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Norðaustan 5-13 m/s. Léttskýjað með köflum SV-lands, annars skýjað og dálitlar skúrir eða él á N- og A-landi. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast sunnan heiða.

Á sunnudag, mánudag, þriðjudag og miðvikudag:

Fremur hæg breytileg átt og skýjað með köflum. Hiti 2 til 10 stig að deginum, en víða næturfrost.

Á fimmtudag:

Útlit fyrir norðaustanátt með lítils háttar éljum N- og A-lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×