Syngja meðan heilsan leyfir 11. janúar 2007 14:30 Aldursforsetinn Ólöf Sigurrós Ólafsdóttir mætir reglulega á söngvökur og segir tónlistina vera dýrð. MYND/Valli Hin níutíu og sex ára gamla Ólöf Sigurrós Ólafsdóttir, kölluð Sigurrós, lætur háan aldur ekki aftra sér og mætir reglulega á hálfsmánaðarlegar söngvökur hjá Félagi eldri borgara ásamt Bergdísi Kristjánsdóttur, heimsóknavini Sigurrósar frá Rauða krossinum. Söngur hefur lengi verið hugðarefni Sigurrósar, sem segist mikið hafa verið í kórum áður fyrr. „Söngurinn er bara svo mikið líf. Að geta sungið og hljómlistin og allt sem því fylgir er alveg hreint dýrð, finnst mér," sagði hún. Sigurrós varð nýlega fyrir slysi og missti við það röddina að einhverju leyti. „Það er að lagast núna. Bergdís segir að ég sé ekki fölsk," sagði Sigurrós hlæjandi. „Ég er fyrst og fremst ánægð að vera með og geta þetta," bætti hún við. Þær Bergdís og Sigurrós segjast ætla að halda áfram að stunda söngvökurnar. „Þegar maður er orðinn svona gamall veit maður ekki hversu lengi maður getur eitt eða annað. En á meðan heilsan leyfir, já," sagði Sigurrós. Helgi Seljan segir sönginn vera afar frjálsan, og þeir sem söngvökurnar sæki syngi allir með sínu nefi. Halldóra H. Kristjánsdóttir og Svanlaug Magnúsdóttir hafa stundað vökurnar lengst söngfuglanna, og segir Halldóra að þeir sem komi einu sinni snúi alltaf aftur. Söngur hefur alltaf verið hluti af lífi þeirra, þó þær hafi hvorugar sungið í kór. „Sem krakki og unglingur söng maður mikið, og alltaf þegar unga fólkið kom saman," sagði Svanlaug, sem sagðist jafnvel syngja þegar hún ryksugar eða fer út að ganga. „Þetta veitir manni útrás, eins og að dansa. Maður er svo frjáls," sagði Svanlaug. Halldóra var henni sammála. „Ef maður er í leiðu skapi og fer að syngja, þá er bara eins og losni um allt og það hverfur," sagði hún. Þeir Helgi Seljan, fyrrverandi alþingismaður, og Sigurður Jónsson, píanóleikari og tannlæknir, hafa leitt samkomurnar frá haustinu 2005, þegar þeir tóku við af Sigurbjörgu Hólmgrímsdóttur. Að sögn Helga er frelsi í söngnum haft að leiðarljósi. „Hér syngur hver með sínu nefi og nýtur þess að vera hérna." Sjálfur segist Helgi hafa sungið sig vitlausan alla tíð. „Á sínum tíma röktum við Karvel Pálmason, fyrrverandi alþingismaður, bæði sjúkrastofnanir og elliheimili og sungum saman ásamt Sigurði. Það var mjög gaman, og varð eiginlega kveikjan að þessu," sagði Helgi. „Ég hef óskaplega ánægju af þessu," bætti hann við. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hin níutíu og sex ára gamla Ólöf Sigurrós Ólafsdóttir, kölluð Sigurrós, lætur háan aldur ekki aftra sér og mætir reglulega á hálfsmánaðarlegar söngvökur hjá Félagi eldri borgara ásamt Bergdísi Kristjánsdóttur, heimsóknavini Sigurrósar frá Rauða krossinum. Söngur hefur lengi verið hugðarefni Sigurrósar, sem segist mikið hafa verið í kórum áður fyrr. „Söngurinn er bara svo mikið líf. Að geta sungið og hljómlistin og allt sem því fylgir er alveg hreint dýrð, finnst mér," sagði hún. Sigurrós varð nýlega fyrir slysi og missti við það röddina að einhverju leyti. „Það er að lagast núna. Bergdís segir að ég sé ekki fölsk," sagði Sigurrós hlæjandi. „Ég er fyrst og fremst ánægð að vera með og geta þetta," bætti hún við. Þær Bergdís og Sigurrós segjast ætla að halda áfram að stunda söngvökurnar. „Þegar maður er orðinn svona gamall veit maður ekki hversu lengi maður getur eitt eða annað. En á meðan heilsan leyfir, já," sagði Sigurrós. Helgi Seljan segir sönginn vera afar frjálsan, og þeir sem söngvökurnar sæki syngi allir með sínu nefi. Halldóra H. Kristjánsdóttir og Svanlaug Magnúsdóttir hafa stundað vökurnar lengst söngfuglanna, og segir Halldóra að þeir sem komi einu sinni snúi alltaf aftur. Söngur hefur alltaf verið hluti af lífi þeirra, þó þær hafi hvorugar sungið í kór. „Sem krakki og unglingur söng maður mikið, og alltaf þegar unga fólkið kom saman," sagði Svanlaug, sem sagðist jafnvel syngja þegar hún ryksugar eða fer út að ganga. „Þetta veitir manni útrás, eins og að dansa. Maður er svo frjáls," sagði Svanlaug. Halldóra var henni sammála. „Ef maður er í leiðu skapi og fer að syngja, þá er bara eins og losni um allt og það hverfur," sagði hún. Þeir Helgi Seljan, fyrrverandi alþingismaður, og Sigurður Jónsson, píanóleikari og tannlæknir, hafa leitt samkomurnar frá haustinu 2005, þegar þeir tóku við af Sigurbjörgu Hólmgrímsdóttur. Að sögn Helga er frelsi í söngnum haft að leiðarljósi. „Hér syngur hver með sínu nefi og nýtur þess að vera hérna." Sjálfur segist Helgi hafa sungið sig vitlausan alla tíð. „Á sínum tíma röktum við Karvel Pálmason, fyrrverandi alþingismaður, bæði sjúkrastofnanir og elliheimili og sungum saman ásamt Sigurði. Það var mjög gaman, og varð eiginlega kveikjan að þessu," sagði Helgi. „Ég hef óskaplega ánægju af þessu," bætti hann við.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira