Erlent

Bush viðurkenndi mistök í Írak

Frá sjónvarpsávarpi Bush í gærkvöld.
Frá sjónvarpsávarpi Bush í gærkvöld. MYND/AP

George Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í fyrsta sinn í gær að hann hefði gert mistök með stefnu sinni í Írak um leið og hann tilkynnti að bandarískum hermönnum yrði fjölgað um 21.500 til þess að reyna að binda enda á blóðbaðið í landinu.

Í ávarpi sem sjónvarpað var um öll Bandaríkin útilokaði Bush þær kröfur demókrata um að kalla herinn heim og sagði að slíkt myndi leiði til enn frekari sundrungar í landinu og fjöldamorða. Langflestir hermannanna eiga að fara ti Bagdad en um fjögur þúsund til Anbar-héraðs. Talið er að Hvíta húsið fari fram á nærri 600 milljarða króna aukafjárveitingu frá þinginu vegna þessa en þar er ekki á vísan að róa þar sem demókratar hafa þar tögl og hagldir. Þeir brugðust við ræðu Bush í gær og bentu á að með fjölgun hermanna væri Bush að ganga gegn vilja þjóðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×