Viðskipti erlent

Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum minnkar

Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum minnkaði um eitt prósent í nóvember á síðasta ári, samkvæmt útreikningum sem viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem dregur úr viðskiptahallanum vestanhafs sem hefur verið í methæðum.

Vörur voru fluttar inn til Bandaríkjanna fyrir 183 milljarða bandaríkjadali eða rúmlega 13.200 milljarða íslenskra króna í nóvember en út fyrir 124,8 milljarða dali eða rétt rúma 9.000 milljarða krónur. Þetta jafngildir því að vöruskipti hafi verið neikvæð um 58,2 milljarða bandaríkjadali eða rúma 4.200 milljarða íslenskra króna. Þetta merkir, að viðskiptahallinn hefur ekki verið lægri í Bandaríkjunum síðan í júlí í hitteðfyrra, samkvæmt ráðuneytinu.

Minni eftirspurn eftir olíu vestanhafs vegur mikið varðandi samdráttinn en gott veður í Bandaríkjunum hefur leitt til þess að minni olía hefur verið flutt inn en áður auk þess sem olíuverð hefur farið lækkandi síðustu vikurnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×