Erlent

Tveir handteknir vegna sprenginganna í Tælandi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Að minnsta kosti fjórir létust.
Að minnsta kosti fjórir létust. Vísir/EPA
Tveir einstaklingar hafa verið yfirheyrðir vegna sprengingahrinu í Tælandi í vikunni. Fjórir létust og yfir þrjátíu særðust þegar ellefu sprengingar urðu í fimm héruðum í Tælandi á minna en sólarhring.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum og það er ekki fyllilega ljóst samkvæmt yfirvöldum í Tælandi hvort þær tengist yfirhöfuð. Nokkrar sprenginganna urðu nærri sjávarþorpum í landinu þar sem efnahagurinn byggir að miklu leyti á ferðamannafjölda. Ekki hefur verið gefin út handtökuskipun á einstaklingana tvo samkvæmt lögreglunni í Tælandi en beðið er eftir dómsúrskurði sem samþykkir að parið verði handtekið.


Tengdar fréttir

Ellefu árásir í fimm héröðum Taílands

Fjórir fórust í ellefu sprengjuárásum á vinsæla ferðamannastaði í Taílandi. Minnst fjórir hafa látið lífið. Alþjóðlegir hryðjuverkahópar liggja ekki undir grun. Líklegt að taílenskir uppreisnarmenn standi að baki árásunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×