Hvítur minkur við Vesturlandsveg: „Eins og köttur sem vildi láta klappa sér“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2014 11:30 Minkurinn var með hvítan og þykkan feld og vel haldinn. Mynd/Lára Fanney Lára Fanney Gylfadóttir vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í morgun þegar hún keyrði Vesturlandsveginn og sá hvítan mink spóka sig í vegkantinum. „Ég var að keyra úr Mosfellsbænum þar sem ég bý og þegar ég er svona 50-60 metra frá hringtorginu við Korputorg sé ég hvítan mink upp í vegarkanti. Ég stoppaði bílinn og stökk út, reif upp símann og tók nokkrar myndir. Minkurinn var ótrúlega spakur og þegar ég kom fyrst út úr bílnum hljóp hann í áttina að mér. Ég komst því nokkuð nálægt honum en svo stökk hann inn í lúpínubeð og faldi sig þar,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún segir að dýrið hafi verið mjög fallegt, með þykkan, hvítan og hreinan feld og þykkt skott. Augljóst var einnig að minkurinn væri vel haldinn.Lára Fanney Gylfadóttir vingaðist við mink í morgunsárið.Mynd/Lára FanneyHefur líklegast sloppið frá minkabúi „Hann var bara eins og köttur sem vildi láta klappa sér, svo spakur var hann. Ég þorði samt auðvitað ekki að koma við hann,“ segir Lára. Lára tekur það fram að hún hafi ekki séð ástæðu til að hringja á meindýravarnir. „Þetta var bara svo fallegt dýr, ég væri alveg til í að eiga það ef einhver nær að fanga það,“ bætir hún við hlæjandi. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun eru hverfandi líkur á að um villt dýr sé að ræða. Þá er einnig ólíklegt að þarna hafi verið á ferð einhvers konar gæludýr í líkingu við mörð. Langmestar líkur séu á að hvítur minkurinn hafi sloppið frá minkabúi og sé þess vegna svona hreinn og vel haldinn.Minkurinn var ótrúlega spakur og taldi Lára að jafnvel gæti verið um gæludýr að ræða.Mynd/Lára Fanney Tengdar fréttir Ungir og vitlausir minkar á ferli Rekstrarsviði meindýra Reykjavíkurborgar hefur að undanförnu borist fjöldi tilkynninga um minka sem eru að flækjast hingað og þangað um borgina. 8. september 2014 12:38 Minkur í bílakjallara Hörpu: "Þetta var fáránleg upplifun“ "Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu.“ 7. september 2014 10:11 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Lára Fanney Gylfadóttir vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í morgun þegar hún keyrði Vesturlandsveginn og sá hvítan mink spóka sig í vegkantinum. „Ég var að keyra úr Mosfellsbænum þar sem ég bý og þegar ég er svona 50-60 metra frá hringtorginu við Korputorg sé ég hvítan mink upp í vegarkanti. Ég stoppaði bílinn og stökk út, reif upp símann og tók nokkrar myndir. Minkurinn var ótrúlega spakur og þegar ég kom fyrst út úr bílnum hljóp hann í áttina að mér. Ég komst því nokkuð nálægt honum en svo stökk hann inn í lúpínubeð og faldi sig þar,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún segir að dýrið hafi verið mjög fallegt, með þykkan, hvítan og hreinan feld og þykkt skott. Augljóst var einnig að minkurinn væri vel haldinn.Lára Fanney Gylfadóttir vingaðist við mink í morgunsárið.Mynd/Lára FanneyHefur líklegast sloppið frá minkabúi „Hann var bara eins og köttur sem vildi láta klappa sér, svo spakur var hann. Ég þorði samt auðvitað ekki að koma við hann,“ segir Lára. Lára tekur það fram að hún hafi ekki séð ástæðu til að hringja á meindýravarnir. „Þetta var bara svo fallegt dýr, ég væri alveg til í að eiga það ef einhver nær að fanga það,“ bætir hún við hlæjandi. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun eru hverfandi líkur á að um villt dýr sé að ræða. Þá er einnig ólíklegt að þarna hafi verið á ferð einhvers konar gæludýr í líkingu við mörð. Langmestar líkur séu á að hvítur minkurinn hafi sloppið frá minkabúi og sé þess vegna svona hreinn og vel haldinn.Minkurinn var ótrúlega spakur og taldi Lára að jafnvel gæti verið um gæludýr að ræða.Mynd/Lára Fanney
Tengdar fréttir Ungir og vitlausir minkar á ferli Rekstrarsviði meindýra Reykjavíkurborgar hefur að undanförnu borist fjöldi tilkynninga um minka sem eru að flækjast hingað og þangað um borgina. 8. september 2014 12:38 Minkur í bílakjallara Hörpu: "Þetta var fáránleg upplifun“ "Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu.“ 7. september 2014 10:11 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Ungir og vitlausir minkar á ferli Rekstrarsviði meindýra Reykjavíkurborgar hefur að undanförnu borist fjöldi tilkynninga um minka sem eru að flækjast hingað og þangað um borgina. 8. september 2014 12:38
Minkur í bílakjallara Hörpu: "Þetta var fáránleg upplifun“ "Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu.“ 7. september 2014 10:11